Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Laugardalskirkjuvegi, 461 Tálknafirði
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 100

Stóra-Laugardalskirkja

Stóra Dalskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1906–1907. Hönnuður hennar er ókunnur. Kirkjan er teiknuð og efni til smíði hennar tilsniðið í Noregi. Lágreist risþak er á kirkjunni og upp af framstafni hennar er lágur ferstrendur turn með tvískiptu þaki, risþak og ferstrenda spíru upp af því.

Hljómop með hlera er á öllum turnhliðum og á stöfnum er yfir þeim burst. Þök eru klædd bárujárni, turnþak sléttu járni, veggir láréttum plægðum borðum og lóðréttum hornborðum nema kórgafl sem er bárujárnsklæddur og kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír burstsettir smárúðóttir gluggar.

Fyrir kirkjudyrum er burstsett hurð. Altaristaflan er eftirmynd síðustu kvöldmáltíðarinnar eftir Leonardo da Vinci, gefin kirkjunni um 1890. Kirkja á silfurkaleik og patínu í gotneskum stíl, sem helst eru taldir vera þýskir frá 16. öld. Þjónustukaleikur úr tini var fenginn til kirkjunnar á seinni hluta 19. aldar. Í kirkjunni er skírnarfat úr tini sem var smíðað í Danmörku, en aldur þess er óviss.

Klukkur Stóra Laugardalskirkju eru tvær. Önnur er með ártalinu 1701, hin er án áletrunar, keypt til kirkjunnar nýsteypt árið 1846.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Bryndís Svavarsdóttir
  • Sóknarprestur