Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Mosfellsvegi, 271 Mosfellsbæ
Bílastæði
Salerni
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 94

Mosfellskirkja í Mosfellsdal

Mosfellskirkja í Mosfellsdal var vígð þann 4. apríl árið 1965. Ragnar Emilsson teiknaði kirkjuna, sem er steinsteypt með koparklæddu þaki og turni. Þríhyrningaformið er ráðandi og vísar það til heilagrar þrennningar. Kirkjuskipið minnir á skip að lögun. Kirkjan tekur tæplega hundrað manns í sæti. Trékross er á vegg kirkjunnar fyrir ofan altarið. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, en engin merking er á þeim. Silfur skírnarskál er í skírnarfonti Mosfellskirkju. Hún var gjöf til Mosfellskirkju þann 4.apríl árið 1965. Hin forna klukka Mosfellskirkju var varðveitt á bænum Hrísbrú í tæp 80 ár og skipti það sköpum við endurreisn kirkjunnar á 20. öld.

Ljósmynd tók Manfred Morgner.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Henning Emil Magnússon
  • Prestur