Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Sauðlauksdal, 451 Patreksfirði
Bílastæði
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Sauðlauksdalssókn

Sauðlauksdalskirkja

Sauðlauksdalskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1863. Hönnuður hennar var Niels Björnsson forsmiður að talið er. Upphaflega var turn við framstafn kirkjunnar og stallar á þakbrúnum. Turninn var rifinn og í hans stað var þakturn smíðaður á kirkjuna 1901–1902. Hönnuður breytinganna er ókunnur. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með píramítaþaki sem gengur út undan sér neðst.

Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar með miðpósti og þriggja rúðu römmum, einn heldur minni yfir dyrum og þriggja rúðu gluggi efst á framhlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir til hlífðar spjaldsettri hurð. Altaristaflan er olíumálverk frá árinu 1850 eftir danska málarann H. Collenborg og sýnir Jesú blessa börnin. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem smíðað var í Kaupmannahöfn árið 1698.

Prédikunarstóllin er áttstrendur með máluðum myndum frá árinu 1765. Skírnarfonturinn er úr eik með fati úr nýsilfri frá miðri 19. öld. Klukkur Sauðlauksdalskirkju eru þrjár. Ein er frá árinu 1699, hinar eru án áletrunar.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Bryndís Svavarsdóttir
  • Sóknarprestur