Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hólabraut, 540 Blönduós
Símanúmer
452 4710
Aðgengi
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Fjöldi: 250
Sókn
Blönduóssókn

Blönduóskirkja

Blönduóskirkja var byggð á árunum 1982-1993 og var vígð þann 1. maí árið 1993. Hún er óvanaleg að gerð, byggð með bogadregnum hallandi veggjum og hallandi sléttu þaki og austurgafli. Skrúðhús er útbygging, einnig með hallandi, sléttum veggjum og sérinngangi. Arkitekt kirkjunnar var dr. Maggi Jónsson. Aðalinngangur er að vestan og einnig annar aukainngangur þar inn í hliðarsal. Yfir kirkjudyrum er stór gluggi til vesturs og annar gluggi yfir skrúðhúsi til suðurs hjá altari, en að öðru leyti eru aðeins gluggarifur við loft og gólf og þakop í hliðarsal. Kirkjan er turnlaus en veggur með klukknaporti gengur út frá kirkjunni til vesturs, og sunnan við hana er stakstæður steinsteyptur kross.

Altaristaflan sýnir Emmausgönguna eftir Jóhannes Kjarval. Hún er á austurgafli til hliðar við altarið. Undir töflunni er letrað: Sjá ég er mitt á meðal yðar. Kirkjan á kaleik og patínu úr nýsilfri. Skírnarfonturinn var útskorinn af Ríkarði Jónssyni, með áfestri silfurskál. Orgel kirkjunnar er pípuorgel af gerðinni Marcussen Orgelbyggeri & Søn 1993. Þá er í kirkjunni Hyundai píanó. Kirkjuklukkan kom úr gömlu kirkjunni.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Edda Hlíf Hlífarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Magnússon
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi