Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hruna, 845 Flúðum
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 120
Sókn
Hrunasókn
Prestakall

Hrunakirkja

Hrunakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1865. Hönnuður kirkjunnar var Sigfús Guðmundsson forsmiður frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka. Þakið er krossreist og upp af vesturstafninum er ferstrendur turn með hárri pýramídalagaðri turnspíru. Hann stendur á lágum stalli. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkjunnar eru fimm gluggar og tveir á framstafni yfir dyrum. Í þeim er T-laga póstur og tveir þriggja rúðu rammar neðan þverpósts en bogarimar í þverramma að ofan.

Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og yfir þeim þvergluggi með bogarimum en tveir hálfgluggar hvorum megin þeirra. Altaristaflan er frá árinu 1855 og sýnir kvöldmáltíðina. Hún er máluð af Claus Christian Tilly. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri frá árinu 1873. Annar kaleikur, stærri er í eigu kirkjunnar frá fyrri hluta 20. aldar. Auk þess á kirkjan þjónustukaleik, smíðaðan af Jóni Bernharðssyni frá Skógsnesi 1822-1877. Skírnarfonturinn er úr tré, jafngamall kirkjunni. Þá á kirkjan tvö skírnarföt, annað úr nýsilfri, hitt úr silfri. Kirkjuklukkurnar eru frá árinu 1929 og 1947.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Óskar Hafsteinn Óskarsson
  • Prófastur Suðurprófastdæmis