- Jóhanna Magnúsdóttir
- Sóknarprestur
Reyniskirkja
Reyniskirkja er steinsteypt og einangruð með vikurplötum og múruð að utan sem innan. Hún var reist á árunum 1940 – 1946 og vígð þann 26. maí árið 1946. Kirkjan tekur um 70 manns í sæti. Yfirsmiður var Matthías Einarsson frá Þórisholti, trésmíðameistari í Vík, en teikningin var gerð af Húsameistara ríkisins. Orgelharmóníum kirkjunnar var áður á sönglofti en hefur nú verið fært niður og er framan við fremsta kirkjubekkinn norðan megin.
Klukkuturn er upp af forkirkju. Efst á þaki turnsins er krosstákn. Gluggar eru þrír á hvorri hlið og tveir litlir gluggar á vesturgafli. Rúður eru 15 og myndar gluggaumgjörðin boga efst. Lítill, hringlaga gluggi er til vesturs á lofti yfir forkirkju. Hvítar vængjahurðir eru í útidyrum, hlífðarhurðir eru rauðar. Altaristaflan er eftirmynd altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík. Hún er ómerkt, en líklega eftir Sigurð Guðmundsson, málara. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri. Ítalskt orgelharmóníum er í kirkjunni.