Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Víðihól, 660 Mývatni
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 50
Sókn
Víðirhólssókn

Víðirhólskirkja

Núverandi kirkja á Víðirhóli var byggð árið 1926 og var hún vígð þann 19. september það ár. Yfirsmiðir við bygginguna voru Ingvar Jónsson og Kristinn Bjarnason. Kirkjan er steinsteypt og óeinangruð, en þak krossreist úr timbri og bárujárnsklætt. Húsið skiptist í fordyri og kirkju, en fordyrið er ekki aðgreint frá með milliveggjum. Kirkjan hefur þrjá bogadregna glugga á hvorri hlið með 12 litlum rúðum í hverjum glugga. Þrír samliggjandi bogadregnir gluggar eru á stafni yfir altaristöflu, hver með 9 smárúðum. Tveir samliggjandi bogadregnir gluggar eru yfir kirkjudyrum, hvor með 7 smárúðum. Kirkjan er hvítmáluð með rauðu þaki og rauðmálað er kringum glugga, kirkjudyr og á hornum. Víðirhólskirkja var gerð upp á árunum 1999-2001 og komu margir að því verki, heimamenn, brottfluttir Fjöllungar og fagmenn. Umsjónarmaður þessa verks var Aðalsteinn J. Maríusson, múrarameistari.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Sólveig Halla Kristjánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgrímur G. Daníelsson
  • Sóknarprestur