Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hofi, 785 Öræfi
Símanúmer
864 5456
Vefsíða
www.bjarnanesprestakall.is
Facebook
www.facebook.com/bjarnanesprestakall
Bílastæði
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80

Hofskirkja í Öræfum

Hofskirkja í Öræfum er friðlýst torf og timburkirkja, sem byggð var á árunum 1883 – 1884. Hönnuður hennar var Páll Pálsson snikkari. Kirkjan hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1951.

Kirkjan stendur í miðjum Hofskirkjugarði. Á kirkjunni er rismikið þak lagt torfi. Hliðarveggir og kórbak, upp undir glugga, eru hlaðin úr torfi og grjóti. Kórbaksþilið yfir torfvegg og allur framstafninn eru klædd listaþili. Á kirkjunni eru tvöfaldar vindskeiðar með afturáslætti að ofan. Á kórbaki eru tveir póstagluggar með þriggja rúðu römmum og tveir á framstafni hvor sínum megin kirkjudyra, en yfir þeim er lítill tveggja rúðu gluggi. Í þekjunni sunnan megin er gluggi yfir prédikunarstól kirkjunnar. Fyrir kirkjudyrum er spjaldahurð.

Altaristaflan er olíumálverk frá því um 1950 eftir Ólaf Túbals listmálara og sýnir Jesú sem góða hirðinn. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru danskir smíðisgripir. Skírnarfonturinn er úr mahóní, smíðaður árið 1996 af Helga Björnssyni frá Kvískerjum.

Orgelharmoníum er að finna í kirkirkjunni en einnig á kirkjan rafmagnsorgel.

Klukkur Hofskirkju eru báðar skipsklukkur frá 19. öld. Önnur er úr skipinu Rover of Newcastle, sem strandaði á Hnappavallafjöru haustið 1817, hin er án áletrunar.

Fyrir framan kirkjuna er þjónustuhús með salerni.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu prestakallsins.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnar Stígur Reynisson
  • Sóknarprestur