Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Úlfljótsvatni, 805 Selfossi
Bílastæði
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 40
Sókn
Úlfljótsvatnssókn

Úlfljótsvatnskirkja

Úlflljótsvatnskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1863. Hönnuður hennar var Eyjólfur Þorvarðsson, forsmiður frá Bakka. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og einn sömu gerðar á framhlið turns yfir dyrum. Þeir eru bogadregnir að ofan, en yfir þeim eru burstlaga faldar og vatnsbretti. Í þeim er miðpóstur og mjórri þverpóstar um sex rúður. Efst á framhlið turns eru tveir mjóir gluggar burstlaga að ofan og aðrir tveir á austurhlið, en þrír litlir gluggar á hvorri turnhlið.

Altaristöfluna málaði Ófeigur Jónsson árið 1831 og sýnir hún Krist og lærisveinana við kvöldmáltíðarborðið. Fyrir neðan myndina eru innsetningarorðin með svörtu letri á hvítum grunni. Ramminn gæti verið eldri, en hann er með útskornu jurtaskrauti til beggja hliða. Hann minnir á útskurð Ámunda Jónssonar, snikkara sem lést árið 1805. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem voru upphaflega í Vallaneskirkju í Austurlandsprófastsdæmi. Munir þessir eru líklega frá 18. öld eða upphafi 19. aldar. Prédikunarstóllinn er úr gömlu torfkirkjunni, sem reist var árið 1831, smíðaður og málaður af Ófeigi Jónssyni. Tvær koparklukkur eru í turninum og eru þær frá árinu 1744.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Kristín Þórunn Tómasdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Bergþóra Ragnarsdóttir
  • Djákni