Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Eyrarkirkjuvegi í Seyðisfirði, 401 Ísafjörður
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 90

Eyrarkirkja í Seyðisfirði

Eyrarkirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1866-1867. Hönnuður hennar var Þorvarður Þórðarson forsmiður. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki. Kirkjan er klædd listaþili, en þök bárujárni og stendur hún á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum, einn heldur minni á framstafni yfir kirkjudyrum og einn á kórbaki og eru efstu rúður í honum skásniðnar að ofan. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir. Um þær eru stórstrikaðir faldar og skjöldur yfir með nafni kirkju og byggingarári en strikuð brík efst.

Altaristaflan er olíumálverk á striga frá árinu 1923 eftir Kristínu Jónsdóttur listmálara og sýnir Krist koma út úr grafarhellinum. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, smíðuð árið 1885 af Birni Árnasyni gullsmið á Ísafirði. Skírnarfonturinn er úr klébergi. Hann var gefinn kirkjunni um aldamótin 1900 af norskum hvalveiðimanni. Þá á kirkjan skírnarfat úr látúni, sem getið er um í vísitasíu árið 1749. Klukkur Eyrarkirkju eru frá árinu 1899 og árinu 1526.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis