Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hofteigskirkjuvegur, 701 Egilsstaðir
Bílastæði
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 50
Sókn
Hofteigssókn

Hofteigskirkja

Hofteigskirkja er timburhús með tvískiptan turn við framstafn. Stöpull er allbreiður og á honum rismikið þak upp að ferstrendum turni. Að framkirkju eru spjaldsettar og glerjaðar vængjahurðir. Yfir setsvölum er reitaskipt, plötuklætt risloft.

Altaristaflan er olíumálverk eftir Anker Lund. Hún er frá 1902 og sýnir Jesú lækna blinda manninn. Altarisstjakar úr kopar eru frá 18. öld. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri sem talin eru smíðuð af Indriða Þorsteinssyni (1814-1879) gullsmiði. Prédikunarstóllinn er eldri en kirkjan. Skírnarfonturinn er úr beyki og krossvið, smíðaður árið 1978 af Halldóri Sigurðssyni (1923-1997). Önnur kirkjuklukkan er frá 15. öld, en hin er yngri. Í kirkjunni eru fjórar fjalir úr altaristöflu sem gerð var af óþekktum Íslendingi á 18. öld.

Ljósmynd tók Kristjana Agnarsdóttir.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur