Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Brekkustíg 16, 260 Reykjanesbær
Símanúmer
421-6040
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 300
Sókn
Njarðvíkursókn

Ytri-Njarðvíkurkirkja

Ytri-Njarðvíkurkirkja var vígð þann 19. apríl, á sumardaginn fyrsta, árið 1979 af Sigurbirni Einarssyni, biskupi Íslands.Arkitektarnir Örnólfur Hall og Ormar Þór Guðmundsson teiknuðu kirkjuna. Framkvæmdir við kirkjubygginguna hófust í september árið 1969. Kirkjan tekur um 230 manns í sæti að viðbættum 100 í safnaðarsal. Steindir gluggar í kirkjunni eru eftir Leif Breiðfjörð. Á fyrsta sunnudegi í aðventu árið 1983 var tekið í notkun nýtt altari og skírnarfontur úr grágrýti, hannað af Gunnari Einarssyni innanhúsarkitekt. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, bæði gyllt að innan. Þá er í kirkjunni 15 radda barokkorgel og flygill frá Steinway og sons. Klukkur kirkjunnar eru þrjár og steyptar hjá Portilla y Linares í Santander á Spáni.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Baldur Rafn Sigurðsson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Helga Kolbeinsdóttir
  • Prestur