Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Ytri-Sólheimavegi, 871 Vík
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 65

Sólheimakapella

Smíði Sólheimakapellu hófst um 1953 og hélt áfram með hléum til ársins 1960. Yfirsmiður var Matthías Einarsson húsasmíðameistari í Vík, en honum til aðstoðar við tréverk var Þorsteinn Ísleifsson frá Vík. Sólheimakapella er sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá af forseta Íslands með bréfi dags. 9. júlí árið 1962. Hún var vígð 24. september árið 1960.

Kapellan er turnlaus, en steypt krossmark á mæni yfir dyrum. Láréttir armar hans vísa til höfuðáttanna. Á gafli eru dyr með vængjahurðum. Einn gluggi er sitthvoru megin við dyrnar og einn gluggi ofan við þær. Á hvorri hlið eru fjórir gluggar með sex rúðum hver, og tvöföldu glæru gleri. Grunnur kapellunnar er steyptur. Ofan á hann eru veggir hlaðnir vikurholsteini og einangraðir með vikurplötum. Prédikunarstóll er sunnanvert við altari. Altaristaflan sýnir útsending lærisveinanna. Hún er máluð af Margréti Ásgeirssdóttur frá Framnesi í Reykjavík. Í kapellunni er kristalskírnarskál, gefin af Guðlaugu Matthildi Guðlaugsdóttur árið 1986. Orgelharmóníum var gjöf frá Áslaugu Magnúsdóttur í Sólheimahjáleigu. Það er af Lindholm gerð.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jóhanna Magnúsdóttir
  • Sóknarprestur