Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Haukadalsvegi, 806 Selfossi
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 40
Sókn
Haukadalssókn

Haukadalskirkja

Kirkjan var reist á árunum 1842-43 og endurbyggð árið 1939 af Kristian Kirk, þáverandi eiganda Haukadals. Hún var vígð sunnudaginn 9. september, árið 1940. Kirkjan er bárujárnsklædd timburkirkja með þremur gluggum á hvorri hlið og einum glugga á hverri turnhlið. Yfir kirkjudyrum er bogadreginn gluggi. Ásmundur Sveinsson skar altaristöfluna út í perutré ogsýnir hún krossfestinguna. Kirkjan á silfurkaleik með patínu, altarisstjaka úr kopar og ljósahjálm. Skírnarfonturinn er erlend smíði úr málmi, sem stendur á háum, sívölum fæti, en hringlaga stétt undir. Skálin sjálf er húðuð smelti, en lok yfir.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Kristín Þórunn Tómasdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Bergþóra Ragnarsdóttir
  • Djákni