Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Staðarstað, 365 Snæfellsbæ
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 70
Sókn
Staðastaðarsókn

Staðarstaðarkirkja

Staðarstaðarkirkja var byggð á árunum 1942-1944. Kirkjan var byggð úr steinsteypu. Yfirsmiður kirkjunnar var Ólafur Einarsson í Syðri- Knarrartungu í Breiðuvík. Fjórir bogadregnir gluggar með steindu gleri eru á hvorri hlið, tveir bogadregnir gluggar, með steindu gleri, eru á hvorri hlið í kór. Í forkirkju er einn gluggi sinn hvoru megin og einn hringmyndaður gluggi í turni.

Altaristaflan er máluð á kórgafl. Hanan gerð og gaf Lars Hofsjö, árið 1983. Kirkjan á kaleik og patínu í flauelsklæddum kassa. Auk þess á kirkjan patínu og kaleik úr leir, sem gerð voru til minja um Kristnihátíð árið 2000. Skírnarfonturinn er úr tré með kristalsskál. Hann er lagður útskornu birki á hliðum. Átta steindir gluggar eru á kirkjuskipi, fjórir í kór og tveir í forkirkju og gerði Leifur Breiðfjörð gluggana. Í turni Staðarstaðarkirkju eru tvær kirkjuklukkur.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Brynhildur Óla Elínardóttir
  • Sóknarprestur