Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Marteinstungu, 851 Hellu
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 65
Sókn
Marteinstungusókn

Marteinstungukirkja

Marteinstungukirkj er friðlýst timburkirkja, byggð árið 1896. Hönnuður var Sigurður Guðbrandsson frá Hjálmholti. Á krossreistu þaki upp af vesturstafni, er ferstrendur turn með risþaki. Hann stendur á bjúgstalli. Kirkjan er klædd bárustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkjunnar eru þrír bogadregnir gluggar og einn minni yfir kirkjudyrum. Í gluggunum eru tveir póstar og þverpóstur undir boga og þverrimlar um níu rúður en fjórar rúður ofan þverpósts milli lóðrétts og skásettra rimla. Á framstafni turns er hljómop með hlera fyrir og hringgluggi efst. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir.

Altaristaflan er olíumálverk eftir Anker Lund og sýnir Krist í Getsemane. Lovísa drottning Friðriks VIII Danakonungs gaf kirkjunni töfluna árið 1909. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri, líklega íslensk smíð frá 19. öld. Þá á kirkjan kaleik og patínu úr silfri sem eru enskir smíðagripir frá árinu 1961. Skírnarfonturinn er útskorinn af Ríkarði Jónssyni myndskera árið 1958. Klukkur Marteinstungukirkju eru báðar leturlausar, sú minni er líklega skipsbjalla, hin virðist vera gömul.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnbjörg Óladóttir
  • Héraðsprestur Suðurprófastdæmis