Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Rofabæ, 110 Reykjavík
Símanúmer
587 2405
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 340
Sókn
Árbæjarsókn

Árbæjarkirkja

Árbæjarkirkja var vígð þann 29. mars árið 1987. Arkitekt kirkjunnar var Manfreð Vilhjálmsson. Kirkjan er byggð á tveimur hæðum og er safnaðarheimilið á jarðhæð. Í safnaðarheimili er salur fyrir um 100 manns í sæti. Á milli hæða er hringstigi.

Skírnarfonturinn er úr steini sem tekinn var úr landi Seláss. Skálin sjálf er koparskál gefin á vígsludegi Árbæjarkirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni og frú Ástu Bjarnadóttur til minningar um son þeirra hjóna, Þorstein B. Guðmundsson. Hægra megin við altarið er prédikunarstóllin sem er gerður úr tré. Kirkjan á bæði kaleik úr leir og kaleik og úr silfri með sérbikurum og patínu.

Í kirkjunni er íslenskt 22 radda orgel smíðað á orgelverkstæðinu á Blikastöðum í Mosfellssveit. Við smíði orgelsins unnu Björgvin Tómasson, Hallfríður Guðmundsdóttir, Jóhann Hallur Jónsson, Pétur Eiríksson og Þórdís Halldórsdóttir. Auk þess er píanó í kirkjunni og Bohemia flygill.

Við veggstubb sem gengur út við inngang í skrúðhús er bænastjaki sem var hannaður og smíðaður af Sigurði Steingrímssyni, kennara við Iðnskólann í Reykjavík. Stjakinn var gefinn af Bræðrafélaginu árið 2007.

Klukknaport er framan við kirkjuna og þegar gengið inn undir kirkjuklukkurnar er komið inn á kirkjutorg sem tekur á móti kirkjugestum áður en gengið er inn í kirkjuna. Klukkuturn og kirkjuklukkur voru vígðar við jólamessu árið 1980.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þór Hauksson
  • Sóknarprestur