Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjutorg, 550 Sauðárkróki
Símanúmer
453-6682
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 250
Sókn
Sauðárkrókssókn

Sauðárkrókskirkja

Sauðárkrókskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1892. Hönnuður hennar var Þorsteinn Sigurðsson forsmiður. Sauðárkrókskirkja er með stöpul í framstafni, sem snýr til austurs. Efri hluti stöpuls er ferstrendur, situr á kirkjuþaki og á honum er áttstrent þak. Yfir því rís áttstrendur turn, burstsettur, búinn oddbogalöguðum hljómopum og hárri spíru. Þök kirkju og kórs eru krossreist og bárujárnsklædd en turnþök klædd eir. Kirkjan er klædd vatnsklæðningu og stendur á steinhlöðnum og steinsteyptum sökklum. Á hvorri hlið kirkju eru sex smárúðóttir oddbogagluggar úr steypujárni og einn heldur minni á hvorri hlið kórs. Í þeim eru steindir gluggar eftir hjónin Jens Urup og Guðrúnu Sigurðardóttur. Lítill oddbogagluggi er á framstafni kirkju hvorum megin stöpuls, einn á hvorri hlið stöpuls en tveir á framhlið hans. Kirkjudyr eru inndregnar og fyrir þeim spjaldsettar vængjahurðir, oddbogadregnar og glerjaðar efst. Á vesturstafni framkirkju norðan megin eru dyr og í þeim spjaldsett hurð og oddbogagluggi yfir.

Altaristaflan er eftir danska málarann Niels Anker Lund frá árinu 1895 of sýnir gönguna til Emmaus. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Skírnarfonturinn er úr tré með útskurði eftir Ríkarð Jónsson, gefinn kirkjunni árið 1955. Í honum er koparskál eftir Leif Kaldal, sem var gefin kirkjunni árið 1979. Kirkjuklukkur Sauðárkrókskirkju eru tvær, báðar úr kopar. Önnur er frá árinu 1930, hin frá árinu 1971.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi