Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Flateyjarkirkja, 345 Flatey á Breiðafirði
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Flateyjarsókn

Flateyjarkirkja á Breiðafirði

Flateyjarkirkja stendur þar sem eyjan rís hæst. Kirkjan var vígð þann 19. desember árið 1926 og er eitt fegursta minnisverk Guðjóns Samúelssonar, húsameistara og arkitekts. Það sem vekur mesta athygli flestra, eru myndir í lofti kirkjunnar sem listamaðurinn Baltasar Samper gerði fyrst árið 1964. Þær myndir eyðilögðust alveg, vegna raka og annarra ófullkominna aðstæðna í kirkjunni. Árið 1992 málaði Baltasar, ásamt Kristjönu eiginkonu, sinni nýjar myndir á kirkjuloftið, en myndirnar sýna, sem hinar fyrri, þætti úr atvinnulífi og sögu hins forna Flateyjarhrepps. Altaristaflan er mynd af bryggjunni í Flatey og sýnir Krist með fiskimönnunum. Kristur, sem er íklæddur lopapeysu, líkist talsvert listamanninum sjálfum og fiskimennirnir eru þeir Hafsteinn Guðmundsson bóndi í Flatey og Jóhannes Gíslason bóndi í Skáleyjum. Í loftinu svífur svo örn ofar útsýnisvörðu Ólafs Teitssonar í Sviðnum.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnar Eiríkur Hauksson
  • Prófastur Vesturlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Hilda María Sigurðardóttir
  • Sóknarprestur