Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Ljósavatni, 641 Húsavík
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 200

Þorgeirskirkja

Þorgeirskirkja var teiknuð af Landnámsmönnum arkitektum, þeim Gunnlaugi Jónassyni og Gunnlaugi Ó. Johnson. Kirkjan snýr með kórinn í vestur, og tekur þar mið af núverandi Ljósavatnskirkju. Kirkjubyggingin skiptist í þrjá meginhluta. Fyrst er forkirkja sem hýsir anddyri, snyrtingu, fatahengi og stiga upp á loft. Því næst er sjálft kirkjuskipið. Innst er svo kórinn með upphækkuðu gólfi. Aftan við kórinn er stór gluggi veggja á milli, frá gólfi upp í 250 cm. hæð og kemur i stað hefðbundinnar altaristöflu. Út um hann blasir við Ljósavatnsskarðið, nærsveitir og vestast Vaðlaheiðin, eitthvert fegursta útsýni á landinu.

Húsið er hefðbundið að formi og lögun, með hornréttum veggjum og söðulþaki sem klætt er kopar. Útskot út úr norðurvegg kirkjunnar er fyrir orgel, sem annars hefði hindrað útsyni út um „altaristöfluna“. Uppbygging hússins er tvenns konar. Annars vegar steinsteyptir útveggir, og hins vegar burðarvirki úr timbri sem stendur sjálfstætt á kirkjugólfinu, afmarkar eins konar hliðarskip í rýminu og ber uppi þak hússins. Milli þaks og langveggja er svo gluggaband eftir endilöngu húsinu.

Kirkjan á silfurkaleik og patína, sem eru íslensk smíð, talin eftir Magnús Benediktsson gullsmið á Akureyri á 19. öld. Þá á kirkjan kaleik og patínu, sem voru gefin árið 2001. Í kirkjunni er skírnarskál úr tré með krystalsskál úr gömlu kirkjunni. Í Þorgeirskirkju eru tvær klukkur sem eru gamlar úr Þóroddsstaðarkirkju og voru fengnar að láni.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Hafdís Davíðsdóttir
  • Sóknarprestur