- Jóhanna Magnúsdóttir
- Sóknarprestur

Eyvindarhólakirkja
Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, teiknaði Eyvindarhólakirkju árið 1957 og var Þorsteinn Jónsson í Drangshlíðardal yfirsmiður. Árið 1961 var smíðinni lokið og kirkjan vígð.
Altari og prédikunarstóll með himni eru úr gömlu kirkjunni og mun hvort tveggja smíðað af Hjörleifi Jónssyni í Skarðshlíð, sennilega um 1890. Altaristaflan er olíumálverk eftir Anker Lund frá upphafi 20. aldar og sýnir upprisuna. Kirkjan á kaleik og patínu úr gömlu kirkjunni í Eyvindarhólum. Kaleikurinn er úr silfri með krossi á hnúð og mynstri á fæti.
Orgelharmoníum er úr eigu fyrrum organista Eyvindarhólakirkju, Sigurjóns Kjartanssonar, og var gjöf dóttursonar hans, Carsten Færch. Skírnarfonturinn er verk Bjarna Kjartanssonar trésmiðs og tréskera. Kirkjuklukkurnar eru gjöf barna og niðja systranna Sigríðar Guðnadóttur í Skarðshlíð og Torfhildar Guðnadóttur í Hvoltungu og eiginmanna þeirra Hjörleifs Jónssonar og Eyjólfs Halldórssonar.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.