Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Sleðbrjótur, Hlíðarvegi, 701 Egilsstöðum
Bílastæði
Salerni
Kirkjugarður
Fjöldi: 70
Sókn
Sleðbrjótssókn

Sleðbrjótskirkja

Sleðbrjótskirkja er steinkirkja og var byggð eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, en yfirsmiður við verkið var Guðjón Jónsson frá Freyshólum. Nýlega málaði Snorri Guðvarðarson, kirkjumálari, hana að innan.

Íbúar í Jökulsárhlíð áttu lengst af kirkjusókn yfir Jökulsána, að Kirkjubæ. Árið 1920, áratugum eftir að ósk um sérstaka kirkju í Jökulsárhlíð kom fyrst fram, var sóknunum skipt. Nokkru síðar tóku fimm bændur í sveitinni að sér að reisa steinkirkju fyrir lágt verð. Kirkjan að Sleðbrjót var loks vígð þann 10. júlí árið 1927. Núverandi kirkja í Jökulsárhlíð er því sú eina sem staðið hefur þar, a.m.k. í lútherskum sið og má það teljast óvenjulegt fyrir kirkjustaði í sveit á Íslandi.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur