
- Jarþrúður Árnadóttir
- Prestur

Sleðbrjótskirkja er steinkirkja og var byggð eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, en yfirsmiður við verkið var Guðjón Jónsson frá Freyshólum. Nýlega málaði Snorri Guðvarðarson, kirkjumálari, hana að innan.
Íbúar í Jökulsárhlíð áttu lengst af kirkjusókn yfir Jökulsána, að Kirkjubæ. Árið 1920, áratugum eftir að ósk um sérstaka kirkju í Jökulsárhlíð kom fyrst fram, var sóknunum skipt. Nokkru síðar tóku fimm bændur í sveitinni að sér að reisa steinkirkju fyrir lágt verð. Kirkjan að Sleðbrjót var loks vígð þann 10. júlí árið 1927. Núverandi kirkja í Jökulsárhlíð er því sú eina sem staðið hefur þar, a.m.k. í lútherskum sið og má það teljast óvenjulegt fyrir kirkjustaði í sveit á Íslandi.


