Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjuvegi, 800 Selfossi
Símanúmer
482-2175
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 230
Sókn
Selfosssókn

Selfosskirkja

Selfosskirkja er úr steinsteypu og með timburþaki. Bjarni Pálsson, byggingafulltrúi á Selfossi, teiknaði kirkjuna. Útveggir eru einangraðir með korki og múrhúðaðir. Kirkjan hefur verið lengd um fjóra metra og er það nú fordyri kirkjunnar. Rými sem áður var fordyri er nú hluti kirkjuskipsins. Steindir gluggar í kór kirkjunnar komu í hana árið 1987. Þeir eru gerðir af glerlistafólkinu Höllu Haraldsdóttur og dr. H. Oidtmann í Linnich í Þýskalandi. Hjónin Jón og Gréta Björnsson skreyttu og máluðu kirkjuna. Gréta hafði kirkjuárið að leiðarljósi við gerð mynda og skreytinga. Þá hefur verið byggður turn við kirkjuna. Efst í turninum er kirkjuklukkunum komið fyrir. Tengibygging tengir saman kirkjuna og turninn. Þá er útbygging við turninn og er þar skrifstofa kirkjuvarðar. Til vesturs frá kirkjunni er safnaðarheimili, það er tengt kirkjuskipinu um útbyggingu. Að utan er húsið hraunað og síðan málað í hvítum lit.

Róða yfir altari kirkjunnar er úr tré og sýnir Krist á krossinum. Róðan er skorin af Ágústi Sigmundssyni, gefin af versluninni Höfn á Selfossi. Tvær myndir eru í kirkjunni, önnur eftir Nínu Sæmundsdóttur, myndhöggvara enhin myndin er Móðurást sem Svava Gestsdóttir málaði. Skírnarfonturinn er úr steini, höggvinn af Sigurjóni Ólafssyni. Predikunarstóllinn er úr ljósri eik, smíðaður af Guðmundi Sveinssyni. Kirkjan á gamlan kaleik frá árinu 1840, svo og patínuog oblátuöskjur úr silfri úr Laugardælakirkju. Þá á kirkjan kaleik úr silfri, sem séra Sigurður Pálsson og Stefanía Gissurardóttir gáfu. Í safnaðarheimilinu er flygill af Schimel gerð. Einnig á kirkjan píanó af gerðinni Rippen og píanó af Hyundai gerð. Í kirkjuturni eru þrjár kirkjuklukkur, sem settar voru í turninn þegar hann var byggður ásamt tilheyrandi rafmagnsstýringu af norskri gerð.

Ljósmynd tók Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnar Jóhannsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Ása Björk Ólafsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðbjörg Arnardóttir
  • Sóknarprestur