Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Klyppsstöðum, Loðmundarfjarðarvegi, 721 Borgarfirði (eystri)
Fjöldi: 50

Klyppstaðakirkja

Kirkjan á Klyppstað stendur á fallegum stað í brekkurót við lítinn foss. Hún var byggð árið 1895, einfalt timburhús án turns.Kirkjan er einn salur án forkirkju. Í kirknatali Páls Jónssonar frá því um 1200 er getið um kirkju á Klyppstað. Kirkjan var helguð Maríu guðsmóður á kaþólskri tíð. Klyppstaðarkirkja hefur ekki verið af­helguð og hef­ur öðru hvoru verið messað þar að sum­ar­lagi enda jeppa­veg­ur fær þangað frá Borg­ar­f­irði. Kirkj­an er friðuð.

Altarið er úr gömlu kirkjunni á Klyppstað og var þaðmálað rautt árið 1986. Á því stendur gullbronsaður kross sem var nýkominn í kirkjuna árið 1899. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri frá 1727. Gripi þessa útvegaði þjóðminjavörður árið 1916 úr kirkjunni á Reykjum í Ölfusi í stað gamals gotnesks kaleiks sem þá var í Klyppstaðarkirkju. Þá á kirkjan kaleik og patínu úr silfri sem komu úr Skriðukirkju í Fljótsdal árið 1792. Skírnarskál úr silfurblönduðum málmi kom í kirkjuna á 20. öld úr Vestdalseyrarkirkju. Klukka Klyppstaðarkirkju er leturlaus og kom úr Vestdalseyrarkirkju þegar kirkjan var nýbyggð.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur