Sálmabók

2. Nú kemur heimsins hjálparráð

Spila hljóðdæmi
0:00
0:00
hymn notes

1 Nú kemur heimsins hjálparráð,
helgasta líf í duftið sáð.
Soninn Guðs eina, sannan mann,
sælust María fæða vann.

2 Ljómar nú jata lausnarans,
ljósið gefur oss nóttin hans.
Ekkert myrkur það kefja kann,
kristin trú býr við ljóma þann.

3 Hæstum föður á himni´ og jörð
heiður, lof, dýrð og þakkargjörð,
syni og anda öld af öld
eilíf sé vegsemd þúsundföld.

  • TAurelius Ambrosius 4. öld – Martin Luther 1523 – ME 1555 – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson 1968 – Sb. 1972
  • LWeisse 1531 eftir eldra lagi – Sb. 1589