Kynningarfundir hefjast á mánudaginn

13. mars 2024

Kynningarfundir hefjast á mánudaginn

Sr. Guðrún, sr. Elínborg og sr. Guðmundur Karl

Í gær var tilkynnt á kirkjan.is hvaða þrír einstaklingar hafa tekið tilnefningu starfandi presta og djákna vegna væntanlegs kjörs biskups Íslands.

Það eru sr. Elínborg Sturludóttir prestur við Dómkirjuna í Reykjavík, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindaprestakalli og sr. Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli.

Kynningarfundir verða í öllum prófastsdæmum landsins.

Fyrsti kynningarfundurinn verður í Suðurprófastsdæmi og verður haldinn í safnaðarheimili Selfosskirkju, mánudaginn 18. mars næst komandi kl. 17.00 - 19.00.

Dagskrá fundarins verður með því móti, að frambjóðendur munu flytja stutta kynningu á sér og málefnum sínum.

Að því búnu verður boðið upp á fyrirspurnir.

Gert er ráð fyrir að fundurinn standi ekki lengur en í tvo tíma.

Ekki þarf að tilkynna þátttöku sérstaklega.

Fundinum verður streymt eins og öllum öðrum kynningarfundum sem haldnir verða í hverju prófastsdæmi fyrir sig og verða upplýsingar um þá á kirkjan.is.

 

Fundir í öðrum prófastsdæmum verða sem hér segir :

21. mars Austurlandsprófastsdæmi.

25. mars Reykjavíkurprófastsdæmi.

27. mars Kjalarnessprófastsdæmi.

2. apríl Eyjarfjarðar og Þingeyjarprófastsdæmi.

4. apríl Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

8. apríl Vestfjarðaprófastsdæmi.

9. apríl Vesturlandsprófastsdæmi

Staðir og tímasetningar funda í þessum prófastsdæmum verða auglýstir á kirkjan.is á næstu dögum.

 

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ráðin biskupsritari

18. maí 2024
...hefur störf með nýkjörnum biskupi Íslands
Háteigskirkja

Tíu sækja um Háteigsprestakall

17. maí 2024
...umsóknarfrestur rann út 14. maí