Dósir og flöskur

Aukum tilfinningu fyrir verðmætum.

Gæðastundir
Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri
símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Dósir og flöskur

Lítil börn hafa ekki tilfinningu fyrir peningum.
En það er hægt að auka þá tilfinningu með því að láta þau taka þátt í því að telja flöskur og dósir.
Segið þeim hvað hægt er að fá mikinn pening fyrir eina flösku.
Reiknið upphátt fyrir framan þau hvað tíu flöskur eru margar krónur.

Getur verið að það séu til tómar flöskur og dósir á heimilinu sem þið viljið losna við fyrir jólin? Kannski eiga afi og amma líka flöskur?
Hjálpið barninu að telja flöskurnar um leið og þær eru settar í poka.
Segið því að hver flaska þurfi að fara í endurvinnsluna, en það sé hægt að fá peninga í staðinn fyrir þær. Hvað ætli þetta séu nú margar flöskur?
Barnið fær að fara með að skila flöskunum í endurvinnsluna og fær síðan að kaupa sér eitthvað fyrir peninginn, eða kaupa jólagjöf.

Þau sem vilja geta nýtt peninginn í það að gefa í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar.
eða taka þátt í verkefni KFUM og K Jól í skókassa svo dæmi séu tekin.

Smellið hér

Smellið hér

Svo er hægt að fara inn á facebooksíðu sem selur notuð leikföng fyrir lítinn pening.
Barnið getur þá safnað fyrir slíku dóti og fengið að nota flöskupeninginn.

Endurvinnsla:
Leyfið barninu að fara með þegar flöskunum er skilað í endurvinnsluna.
Látið það taka eins mikinn þátt í ferlinu og hægt er.
Hér má finna stutt myndband um það hvernig plastflaska er endurunnin og breytt í box undir ávexti.
Smellið hér

Myndbandið er á ensku en það má nýta það til þess að útskýra ferlið.

Þroskaþættir:
Barnið fær innsýn inn í verðgildi peninga um leið og það lærir um endurvinnslu.

Til minnis:
Spörum skjátímann - aukum gæðastundir.
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

 

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/dosir-og-floskur/