Bænir

Bænavefurinn

Bænavefurinn er vettvangur fyrir manneskjur með bæn í hjarta sem vilja tjá hana í orðum út í veröldina. Bænin birtist á bænaveggnum og verður að fyrirbænaefni fyrir þau sem hana lesa. Þá getur lesandi kveikt á kerti fyrir hverja bæn.

Nokkur ráð varðandi trúarlífið

Guð nálgastu aðeins með kærleikanum. Hættu að reyna að skilja Guð með hugsun þinni og skilningi.

Reið þig á að Guð leitar þín og elskar þig óendanlega miklu meir en þú leitar hans og elskar.

Leitaðu Guðs handan orða þinna. Bið með lífi þínu. Lát andardrátt þinn vera þér tákn, anda frá þér þrá þinni og anda að þér návist Guðs.

Vegsamaðu Guð með augum, sjón, sem er næm á það sem gott er, hreinum hugsunum og höndum sem eru fúsar að gera gott.

Líttu oft til Guðs í dagsins önnum og hvíld. Andvarpa til Guðs, bið til Guðs. Segðu: Drottinn Jesús Kristur, Guðs sonur, miskunna þú mér! Öll mín hugsun, öll mín orð, Jesús, gleðji þig. Vísa mér veg þinn, Drottinn, gjör mig fúsan að fara hann.
(Peter Halldorf)

Að lesa í Biblíunni

Biblían er ómissandi förunautur kristins trúarlífs. Ritningartexta með daglegri bænagjörð er að finna í almanakinu hér á vefnum.
Nokkur heilræði við lestur Biblíunnar

Gefðu þér tíma og gott næði.
Byrjaðu með bæn. Guðs orð verður ekki skilið á mannlegan hátt. Í bæn lýkurðu upp huga þínum fyrir rödd Guðs. Bið með Samúel: „Tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir.“
Lestu reglulega. Settu þér fastar venjur, svo tilviljanir ráði því ekki hvort eða hvenær þú lest Guðs orð.
Lestu með athygli. Þær stundir geta komið að þú hafir mesta þörf fyrir það orð frá Guði sem þér finnst ef til vill minnst til um í fyrstu.
Lestu í samhengi. Veldu ákveðin rit og lestu í samhengi, vers fyrir vers, ákveðinn kafla á degi hverjum. Rétt er að byrja á einhverju guðspjallanna og lesa síðan fleiri rit úr Nýja testamentinu. Síðan má taka rit úr Gamla testamentinu, svo sem Sálmana