Tilkynning frá kjörstjórn

15. mars 2024

Tilkynning frá kjörstjórn

Kærufresti vegna tilnefninga til biskupskjörs lauk á hádegi í dag, 15. mars, sbr. 3. mgr. 14. gr. starfsreglna nr. 9/2021-2022  um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Kjörstjórn barst engin kæra.

Þá hafa þau þrjú sem flestar tilnefningar hlutu gefið kost á sér í kjörinu, sbr. 4. mgr. 14. gr. nefndra starfsreglna.

Því tilkynnist hér með að neðangreind verða í kjöri til biskups Íslands:

Sr. Elínborg Sturludóttir

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Eins og áður hefur verið auglýst hefst kosningin kl. 12:00 á hádegi þann 11. apríl 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl 2024.

slg


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ráðin biskupsritari

18. maí 2024
...hefur störf með nýkjörnum biskupi Íslands
Háteigskirkja

Tíu sækja um Háteigsprestakall

17. maí 2024
...umsóknarfrestur rann út 14. maí