Vatn til að lifa

Vatn til að lifa

Ein af fyrstu ályktununum sem samþykkt var á 9. heimsþingi Alkirkjuráðsins (World Council of Churches) snýr að nýtingu vatnsauðlinda. Þar eru kirkjur hvattar til að beita sér fyrir því að öllum sé tryggður aðgangur til vatns og að þess sé gætt að vatnslindir séu ekki markaðsvara.

Ein af fyrstu ályktununum sem samþykkt var á 9. heimsþingi Alkirkjuráðsins (World Council of Churches) snýr að nýtingu vatnsauðlinda. Þar eru kirkjur hvattar til að beita sér fyrir því að öllum sé tryggður aðgangur til vatns og að þess sé gætt að vatnslindir séu ekki markaðsvara.

Hér að neðan er stærstur hluti ályktunarinnar:

Vatn er tákn lífsins. Í Biblíunni er staðhæft að vatnið sé vagga lífsins, tjáning á náð Guðs í allri sköpuninni (Gen.2.5nn). Það er frumskilyrði alls lifs á jörðunni (Gen.1.2nn) og ber að varðveita og samnýta allri sköpunninni til hagsbóta. Vatn er uppspretta heilsu og vellíðunar og krefst þess af okkur sem manneskjum að við breytum af ábyrgð sem þátttakendur og boðberar sköpunarinnar (Rom. 8.19nn; Op. 22). Sem kirkjum er okkur falið að taka þátt í því ætlunarverki Guðs að koma á nýrri sköpun, þar sem líf í fullri gnægð er tryggt öllum (Joh.10:10; Am 5.24). Því er rétt að bregðast við þegar hinu lífgefandi vatni er vísvitandi og kerfisbundið ógnað.

Aðgangur að ferskvatni er að verða aðkallandi málefni um heim allan. Líf 1.2 miljarðs manna stafar ógn af skorti á nægjanlegu vatni og hreinlæti. Ójafn aðgangur að vatni veldur átökum meðal fólks, milli samfélaga, svæða og þjóða. Líffræðilegum fjölbreytileika er ógnað af skorti og mengunar ferskvatnslinda eða vegna áhrifa stórra uppistöðulóna, risa námavinnslu og fleiri þátta sem hafa haft í för með sér nauðungarflutninga á fólki og truflun á vistkerfinu. Heilbrigði og jafnvægi í vistkerfinu er forsenda fyrir vatnsbúskap. Frumskógar eru ómissandi þáttur í vistkerfi vatnsins og þá ber að vernda. Ógnin vex með breytingum á loftslaginu og enn aukin vegna mikilla efnahgaslegra hagsmuna. Í auknum mæli er farið með vatn sem verslunarvöru, háða markaðsskilyrðum.

Vatnsskortur er einnig vaxandi uppspretta átaka. Samkomulag varðandi fjölþjóðlegar vatnsuppsprettur og árlón verður að vera nákvæmara og sýna fram á leiðir til að tryggja úrræði ef ágreiningur kemur upp.

Bæði svæðisbundið og alþjóðlega hafa komið fram jákvæð viðbrögð við því að fá fram kristin viðhorf til mikilvægis vatns.

Það er mikilvægt fyrir kirkjur og kristnar hjálparstofnanir að vinna saman og að leita eftir samvinnu við aðra, meðal annars önnur trúarbrögð og ýmis hagsmunasamtök, sérstaklega við þau sem hafa svipuð siðferðileg viðmið og vinna með jaðarhópum sem eiga undir högg að sækja. Það er nauðsynlegt að stanada fyrir umræðum og aðgerðum um vatnsmálefni, þ.á.m. við stjórnvöld og fjölþjóðleg fyrirtæki og stofnanir. Þetta er nauðsynlegt til að leggja áherslu á mikilvægi réttarins til vatns og benda á annan lífsstíl sem tekur meira mið af vistfræði og er sjálfbær þegar til lengri tíma er litið.

Lagt er til eftirfarandi:

9. heimsþing Alkirkjuráðsins 14.-23. febrúar 2006 í Porto Alegre:

a) tekur undir yfirlýsinguna um Vatn til að lifa og kallar kirkjur og samkirkjuleg ráð til að vinna saman með það markmið í huga:

b) að auka vitund um og grípa til nauðsynlegra aðgerða til viðhalds og verndunar vatnslinda gegn ofnýtingu og mengun sem þætti í réttinum til lífs;

c) að beita sér fyrir átaki til að þróa lagaleg úrræði til að tryggja að rétturinn til vatns verði talinn grundvallar mannréttindi á landsvísu, á meðal þjóða og þjóðarheilda;

d) að stuðla að samvinnu kirkna og hjálparsamtaka í málefnum er varða vatn, með þátttöku í samtökunum Ecumenical Water Network;

e) að styðja félagsleg frumkvæði sem hafa það að markmiði að gera heimamönnum mögulegt að hafa umsjón með og stjórna vatnslindum og varna ofnýtingu í viðskiptalegum tilgangi;

f) að hvetja ríkisstjórnir og alþjóðleg hjálparsamtök til að setja í forgang að koma á fót fullnægjandi sjóðum og öðrum aðferðum til að tryggja aðgang og fullnægjandi framboð á vatni til samfélaga og einnig stuðla að þróun hreinlætiskerfa og taka með í reikninginn þarfir fatlaðra til að hafa aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu;

g) að fylgjast með samþykktum sem varða vatnslindir og upptökusvæði áa til að tryggja að slíkar samþykktir innihaldi nákvæm og skýr fyrirmæli til að koma í veg fyrir átök;

h) að taka þátt í alþjóðlegu átaksverkefni Vatn til að lifa 2005-2015 með því að kanna og leggja áherslu á siðferðilegar og andlegar hliðar vatnsskorts.

Þýðing: Hulda Guðmundsdóttir og Ævar Kjartansson

Þegar þessi ályktun er lesin í okkar samhengi kemur meðal annars í hugann ráðstefnan um vatn fyrir alla sem haldin var í október 2005 og Þjóðkirkjan tók þátt í. Þar var undirrituð yfirlýsing um vatn fyrir alla. Einnig starf Hjálparstarfs kirkjunnar sem líkt og aðrar hjálparstofnanir hefur lengi unnið að því að tryggja fólki vatn, meðal annars með því að grafa fyrir brunnum á þurrkasvæðum.