Öldrun og efri árin, námskeið

20. september 2017

Öldrun og efri árin, námskeið

Námskeiðið Öldrun og efri árin verður haldið í Breiðholtskirkju föstudaginn 29. september nk. kl. 9:30-14:00. Námskeiðið er á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma og kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu.

Fyrirlesarar:

- Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, dósent í félagsráðgjöf, Háskóla Íslands

- Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Markhópur: Starfsfólk safnaða sem starfa meðal eldra fólks. Námskeiðið er ókeypis.

Skráning: Skráning hjá Eldriborgararáði í síma 567-4810 eða eldriborgararad@kirkjan.isSkráningu líkur miðvikudaginn 27. september n.k.

Dagskráin er eftirfarandi:

9.30 Mannfjöldaþróun og fjölgun aldraðra og hvaða áhrif þessi þróun hefur á einstaklinginn, fjölskylduna og samfélagið.

Fyrirspurnir og umræður

10.30 Hvað gerist þegar við eldumst?

Félagslegar, líkamlegar og tilfinningalegar breytingar sem eiga sér stað. Viðhorf til eldri borgara og nauðsyn þess að vinna gegn fordómum gagnvart öldrun. Hlutverk eldra fólks og undirbúningur starfsloka. Hvað tekur við þegar eftirlaunaaldri er náð?

Fyrirspurnir og umræður

11.45 Hádegisverður

12.30 Hvernig er hægt vinna gegn félagslegri einangrun á efri árum og stuðla að virkri þátttöku eldra fólks í samfélaginu?

Stutt yfirlit yfir þá þjónustu sem stendur öldruðum til boða og þá þjónustu sem aldraðir veita í samfélaginu.

Fyrirspurnir og umræður

13.00 Stuðningur við starfsfólk í öldrunarstarfi kirkjunnar. Elísabet Berta Bjarnadóttir, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

    Ólafur Egilsson

    Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

    24. apr. 2024
    ...stilla saman strengi
    Söngvahátíð 7.jpg - mynd

    Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

    23. apr. 2024
    ...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
    Bænagangan 3.jpg - mynd

    Bænagangan 2024

    23. apr. 2024
    ...á sumardaginn fyrsta