Fræðsla barna og unglinga

4.september: Hendur Guðs á jörðu

Æ! Ó! Nú þarf að bjarga dýrunum!!

Setjið lítið dót í plastdall (til dæmis ísbox). Fyllið boxið af vatni og setjið dýrin* ofan í. Setjið inn í frysti.
Þetta þarf að undirbúa með góðum fyrirvara þannig að vatnið nái að frjósa.
Þegar vatnið hefur frosið utan um dýrinn hefst leikurinn að bjarga aumingja dýrinu sem fast þarna inni. Hrósið barninu fyrir björgunarstörfin.
*Athugið að það má nota hvaða dót sem er allt eftir áhugasviði barnsins. Ofurhetjur, playmo, plastdýr... aðal atriðið er að leikföngin verða að þola það að frjósa og blotna.
Efni og áhöld:
Dallur, vatn, mismunandi dót, dótaverkfæri eða skeið, saltvatn, ofnplata

Viðvörun:
Umhverfið þarf að þola vatn. Barnið mun blotna. Gott að nota ofnplötu þar sem hún er ágætis vinnusvæði og heldur bleytunni innan ákveðinna marka.
Þroskaþættir:
Það þurfa allir að æfa sig í þolinmæði. Eftir að dótið hefur verið sett í boxið og inn i ísskáp hefst biðin eftir því að þetta frjósi. Einnig getur verið vandasamt að ná dýrunum úr klakanum.
Til þess að flýta fyrir má láta barnið fá saltvatn í spreybrúsa og spreyja á klakann þá gefur hann sig hraðar.
Ef barnið hefur aldur til má það hjálpa til að búa til saltvatnið. Þannig lærir það hvernig salt bræðir kaka.

Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

prufa

prufa

Um barnastarf kirkjunnar fyrir 12 ára og yngri.

Í barnastarfi Þjóðkirkjunnar læra börn að þekkja Guð og upplifa samfélag við Guð í samræmi við þroska þeirra og aldur. 6 ára börn og yngri fara í sunnudagaskóla, þ.e. barnastarf sem er hluti almennrar guðsþjónustu safnaðarins eða sér fræðsla. Áhersla er lögð á upplifun og að kenna bænir, vers og barnasálma. 6-9 ára börn hafa aðgang að barnastarfi sem er hluti almennrar guðsþjónustu safnaðarins eða sér fræðslu. Áhersla er lögð á að fela börnunum hlutverk í starfinu. 10-12 ára börn geta tekið þátt í hópa- eða klúbbastarfi á vegum Þjóðkirkjunnar. Áhersla er á aukið hlutverk barnanna og á að starfið sé aðdragandi fermingarinnar. Einnig eru víðs vegar í boði barnakórar sem mikilvægur liður í barnastarfi Þjóðkirkjunnar.

Sunnudagskólinn Bras og brall

Á undanförnum árum hefur vandi tengdur skjánotkun barna verið áberandi í umræðunni. Barnastarf Þjóðkirkjunnar vill leggja foreldrum lið í baráttunni við of mikla skjánotkun. Markmiðið er að fyrirbyggja að ung börn verði skjáfíkninni að bráð, auk þess sem foreldrum og öðrum forsjáraðilum barna eru gefnar hugmyndir að skemmtilegum samverustundum, brasi og bralli sem byggir upp og styrkir náin tengsl foreldra og barna.

Aftan á biblíumyndunum sem börnin fá í barnastarfinu er QR kóði sem foreldrar geta tekið mynd af á símann sinn. Hverri samveru fylgir nýr kóði sem færir foreldra og börn í ævintýralegt ferðalag samvista, ímyndunarafls og leiks.

Hugmyndirnar eru sumar hverjar þannig að börnin geta orðið pínu skítug. Það að fá að prófa að leika sér með alls konar efnivið þroskar börn og því þurfum við fullorða fólkið pínulítið að koða viðhorf okkar varðandi smá óhreinindi. Börnin þurfa því að vera í „vinnufötunum“. Börn ættu ekki að þurfa að vera alltaf í  hreinlegum leikjum. Þarf að vera rými fyrir óhreinindi. Flestir eiga þvottavél heima. Frágangur eftir slíka leiki ætti ekki að taka meira en tíu mínútur og geta foreldrar og börn hjálpast að við það að ganga frá.

Til minnis og viðmiðunar:

Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

 

Um fermingarstarf kirkjunnar

Fermingarstarfinu er ætlað að styrkja trúarvitund barnanna, kenna þeim grundvallaratriði kristinnar trúar, virkja þau í starfi kirkjunnar og gefa þeim jákvæða og uppbyggilega upplifun af kirkjustarfi. Mikilvægt er að taka mið af misjafnri getu barna til lestrar og þess að leysa verkefni en boðið er upp á fjölbreytt námsefni og breidd í kennsluháttum. Einnig er fjölskylda fermingarbarnsins virkjuð til þátttöku og samstarfs og boðin innilega velkomin í söfnuðin.

Um unglingastarf  og starf fyrir ungt fólk

Starf Þjóðkirkjunnar meðal unglinga og ungs fólks miðar að því að efla þau, styðja og stuðla þannig að jákvæðri lífssýn og sterkri sjálfsmynd í trú á Guð.

Jafnframt að ala upp framtíðarleiðtoga í kirkjulegu starfi og skapa raunhæfan valkost til þátttöku í kirkjulegu starfi eftir fermingu og búa til og viðhalda samfélagi fyrir unglinga í kirkjunni t.d með æskulýðsfélagi. Þjóðkirkjan vill vera vettvangur fyrir tilvistarspurningar og miðla kristnum lífsgildum og stuðla að trúariðkun og helgihaldi á forsendum unglinga. Hún leitast við að virkja og styðja við leiðtogafræðslu meðal ungmenna og eiga efni fyrir kirkjustarfsfólk til að bregðast við aðstæðum og væntingum nærsamfélags kirkjunnar.