Tákn og saga

Mörg börn eru skírð í hefðbundnum skírnarkjól. Hvíti liturinn er hátíðarlitur kirkjunnar og hvíti skírnarkjóllinn er eins og fermingarkyrtill og brúðarkjóll tákn um, að sá sem ber hann er blessaður, elskaður og nýtur náðar Guðs.
Í skírninni er teiknaður kross á enni og brjóst barnsins, kross yfir hugsunina og kross yfir tilfinningar. Líf barnsins sem einstaklings er blessað með krossmerkinu. Barnið verður barn Guðs. Krossinn er einnig tákn kristninnar - að lífið sigrar dauðann.  Í skírninni er krossinn tákn um að hinn skírði mun eftir dauða sinn rísa upp til eilífs lífs.

Kristnin sér lífið með raunsæjum augum. Það er margt í lífinu sem eyðileggur og ógnar þrátt fyrir að við séum skírð. En kristin trú segir að við eigum ekki að láta undan eða gefast upp gagnvart því illa. Við höfnum hinu illa og treystum á kærleikann, að hann sigri. Skírnin boðar sterkt að kærleikurinn sigrar.

Í fyrsta lið trúarjátningarinnar játum við trúna á Guð sem skapara. Við játum því að við treystum því að heimurinn og lífið sjálft sé frá Guði og allt var í upphafi skapað gott.
Í öðrum lið trúarjátningarinnar játum við trúna á Jesús, líf hans og dauða og upprisu.
Þriðji liður trúarjátningarinnar fjallar um nútímann. Heilagur andi merkir, að Guð er með okkur í dag og alla daga og er með hverri manneskju alltaf.

Skírnin er endurfæðing. Barnið er fætt sem barn foreldra sinna til samfélags fjölskyldu. Í skírninni endurfæðist barnið sem Guðs barn og til samfélags allra kristinna manna.

Barnið er borið til skírnar af kærleikshöndum. Prestur leggur sína hönd á höfuð barnsins þegar það er blessað, sem tákn um að Guð blessar það. Það sem skírð manneskja getur ekki borið sjálf, það leggjum við í hendur Guðs.

Barnið er blessað með orðunum: Drottinn varðveiti inngang þinn og útgang héðan í frá og að eilífu. Það þýðir, að Guð vill halda hendinni yfir barninu og að Guðs hendur munu leiða barnið allt líf þess - og á sínum tíma leiða það út úr lífinu og inn í eilífa lífið.

Hvíti liturinn, tákn heilagleika og hreinleika, varð snemma tengdur skírninni. Það er vegna frásagnarinnar í Matteusarguðspjalli 17.2.
Valdsmenn voru klæddir í blóðrauðan purpura, en hinir réttlátu og hreinu klæddust hvítu. Elstu listaverk og mósaikmyndir sýna að prestar og þau sem voru nýskírð klæddust hvítu.
Í Viborg í Danmörku fannst fyrir nokkrum árum elstu skírnarklæðin, sem var léreftsskyrta, sem var samanbrotin og sett í hornstein á nýbyggðu húsi í kringum árið 1000. Fyrir daga kristni, var settur peningur eða gull í hornsteininn, en hinn nýskírði setti í stað þess skírnarkjólinn sinn til að vernda húsið fyrir eldi og stormi.

Nokkrar hefðir hafa myndast í við skírnina í gegnum tíðina. Vatnið í skírininn er helgað og hafa því margir tekið upp þann sið að Þvo á sér augun úr skírnarvatninu. Sérstaklega er eldra fólk vant þessum sið og hafa margir orðið hissa þegar amma eða afi strýkur augun með skírnarvatninu. En af því vatnið er helgað þá er fallegt að við Leyfum vatninu að gufa upp eða hella því út í lífið. t.d. á pottaplöntur.
Önnur gömul hefð eða hjátrú er að skírnarbarnið fái að sofna íí skírnarkjólnum.

Í fornkirkjunni var fólk skírt fullorðið. Áður en skírt var þurfti skírnarþeginn um tíma að fasta, biðja og læra um kristna trú. Lögð var áhersla á endurfæðingu fyrir lifandi skírn og djöflinum og öllu illu hafnað. Skírnarathöfnin var nokkuð öðruvísi en við þekkjum í dag, en margt þó með líku sniði.
Á fyrstu öldum kirkjunnar var farið að skíra börn. Í fyrstu var það eingöngu ef barnið var hætt komið eða deyjandi en svo verður barnaskírn siður og skírnarfontar verða minni en áður og í barnastærð.
Fram til siðbreytingar varð það siður við skírn að að dýfa barninu eða hinum fullorðna alveg niður í vatnið. Í mörgum miðaldarkirkjum eru þess vegna skírnarfontar úr steini, þar sem börnum er alveg dýpt ofaní vatnið.
Eftir siðbreytingu varð útbreiddara að ausa aðeins yfir höfuð barnsins. Það var alltaf leyft, sérstaklega ef um skemmri skírn var að ræða fyrir deyjandi barni. Eftir að sá siður varð algengari komu skírnarskálarnar sem settar voru efst í skírnarfontinn.
Þegar ekki þurfti lengur að afklæða barnið til að skíra það, hófst sá siður að gefa barninu falleg skírnarklæði til að vera í. Upprunalega var litla skírnarbarnið vafið einhvers konar klæði, sem hjá hinum efnaðri í Evrópu var oft úr silkiefni og útsaumað og með blúndum og slaufum og með fylgdi lítil húfa.
Frá lokum 18. aldar jókst áhersla á að börn ættu að vaxa upp og þroskast frjáls. Það þýddi að smábörn voru ekki lengur vafinn teppum til að halda á þeim hita, heldur fengu kjóla sem þau gátu hreyft sig í. Þannig breyttist skírnarklæðið smám saman og varð að þeim hvíta skírnarkjól sem við þekkjum í dag. Sumar fjölskyldur eiga sinn skírnarkjól sem börnin eru skírð í, skírnarkjólar sem mikil alúð hefur verið lögð í að sauma eða prjóna/hekla og hafa sem fallegastan. Kjólinn er síður til að minna á það að við skírn eigum við eftir að vaxa í trúnni og fermingarkyrtillinn tekur svo við af skírnarkjólnum.
Skírnarvottar eru vottar þess að barnið hefur verið skírt. Þau fylgja barninu eftir alla tíð og hafa það hlutverk að hjálpa barninu að skynja kærleika Guðs íþeirri umhyggju og athygli sem þau sýna því.

Skírnin tengir kristnar kirkjur innbyrðis. Þrátt fyrir ólíkar áherslur kirkudeildanna í ýmsum efnum hafa þær flestar náð samkomulagi um að viðurkenna skírn hinna sem sameiginlegan grundvöll.