Skilaboð til fermingarbarna frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi.Velkominn á vefinn ferming.is
Velkominn á vefinn ferming.is Sjáiði táknin sem merki kirkunnar er gert úr. Athugaðu hvort aðrir á heimilinu eða í kringum þig þekki hvað táknin merkja. Þessi bolur eru líka til að minna á skírnarkjólinn sem þið mörg voruð færð í sem lítil börn. Skírnarkjólar eru gjarnan hvítir og síðir líkt og bolirnir því þeir táknar náðina þ.e.a.s. að guð elskar ykkur eins og þið eruð. Skírnarbarnið vex síðan upp í skírnarnáðinni þ.e.a.s. fær aukinn skilning á því hvað það er að vera elskað barn guðs. Á fermingardaginn klæðast fermingarbörnin síðan hvítum fermingakirtli sem táknar einnig náð guðs. Framundan er merkilegur tími í lífi ykkar og við í kirkjunni hlökkum til að hitta ykkur sem komið í fermingarfræðslu og kynnast ykkur og fá ykkur til þátttöku í kirkjustarfinu og fræðslunni. Skírnin og fermingin heyra saman. Því að í fermingarfræðslunni fáiði tækifæri til að tileinka ykkur það sem skírnin fjallar um. Hér á þessari síðu er hægt að slá inn heimilisfangi og sjá hvaða kirkju þú tilheyrir. Ef þú ert ekki viss hvort þú vilt fermast þá ertu samt velkomin í fermingarfræðslu og vonandi hjálpar þátttakan í kirkjustarfinu og fræðslan þér til að taka ákvörðun um það hvort þú viljir fermast. Fermingarfræðslan er undirbúningur, ekki bara fyrir fermingardaginn, heldur fyrir lífið sjálft. Fermingadagurinn er hinsvegar hátíðisdagur til að merkja eina vörðu í lífinu þínu þá vörðu að þú hafir fræðst um kristna trú tekið þátt í starfi kirkjunar og viljir halda áfram á þeirri braut. Velkomin í fermingarfræðslu. |
|