Trúarleg þjónusta á stofnunum og við einstaka hópa

Trúarleg þjónusta á stofnunum og við einstaka hópa

Á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í skólum starfa bæði prestar – og djáknar. Þó eru þeir ekki á öllum stofnunum en alltaf er hægt að kalla á prest þegar þess er óskað.

Þá er kirkja heyrnarlausra starfandi, fangaprestur, prestur innflytjenda, prestur fatlaðra og vímuvarnarprestur.

Þá sinnir kirkjan Íslendingum erlendis og er með presta í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.