Trú.is

Then Peter met Jesus / Þá hitti Pétur Jesú

And sometimes, we might even object to God's word. That's not a bad thing. It's necessary. Because when we're really engaging, first we look the person we're talking to in the eye. Stundum gætum við jafnvel mótmælt orði Guðs. Það er ekki slæmt. Það er nauðsynlegt. Því þegar við erum virkilega að taka þátt, þá horfum við fyrst í augu þess sem við erum að tala við.
Pistill

Kraftaverk trúarinnar

Þess háttar kraftaverk er ekki hægt að hlutgera í heiminum þannig að heimspekingar geti notað það sem grundvöll rökræðu eða vísindamenn grandskoðað það, öðru nær, kraftaverkið breytir því hvernig við sjáum alla hluti í heiminum.
Predikun

Þrumur og eldingar

Ég var til dæmis inntur eftir því í heita pottinum í vikunni hvaða skilaboð almættið hefði verið að senda okkur þegar eldingunni laust niður í turn Hallgrímskirkju. Ég svaraði því til í sömu glettni að þarna væri verið að amast yfir túrismanum sem tröllríður öllu í miðbænum! Hér forðum hefði þetta ekki verið sett fram í gríni. En trúin mótast með tímanum. Siðbótarmenn börðust gegn hugmyndum sem þeir kenndu við hjátrú og bentu á að hina sönnu kirkju gætum við fundið í hjarta hverrar kristinnar manneskju. Þar talar texti dagsins til okkar. Hann lýsir sterkum tilfinningum, undrun, ótta, máttleysi og svo hugrekki, von og trú, já þeirri upprisu sem síðar átti eftir að sigra heiminn.
Predikun

The year of the Lord’s favor / Náðarár Drottins

The Year of the Lord's Favor has already arrived, as Jesus proclaimed in today's Gospel. It is already upon us, surrounding us each year, each day, with God's grace. /Náðarár Drottins er þegar komið, eins og Jesús lýsti yfir í guðspjalli dagsins. Það er þegar yfir okkur, umlykur okkur á hverju ári, á hverjum degi, með náð Guðs.
Predikun

Kærleikurinn stuðar

Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi.
Pistill

Þarf miskunn í þennan heim?

Þarf meiri frið og kærleika í þennan heim? Er rétt að biðja um miskunn, virðingu?
Predikun

Jesús læknar líkþráan mann og svein herforingja

Líkþrái maðurinn á tímum Jesú var utangarðsmaður. Fyllibyttur og dópistar, heimilislaust fólk, þetta eru utangarðsmenn nútímans. Okkur ber að rétta þeim hjálparhönd. Og þótt hér séu engir rómverskir hermenn þá er sannarlega nóg af útlendingum hérna á landinu. Við ættum að ávarpa þetta fólk, horfa í augu þeirra og bjóða þeim góðan dag.
Predikun

Til varnar leiðindum

Já, í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar.
Predikun

Hvað táknar sagan?

Svo er með táknin allt í kringum okkur, í kirkjum, í myndlistinni, í tónlist, í umferðinni – þau krefjast þess af okkur að við setjum okkur inn í ákveðinn hugarheim, skiljum samhengið og tilganginn. Þá opnast augu okkar, já það sem var hulið verður okkur augljóst – svo vísað sé í yfirskrift sýningarinnar hér.
Predikun

Hvaða klisja er það?

Og þessi dagur er sannarlega hlaðinn ritúali, rétt eins og hæfir alvöru hátíð sem þessari. Um þessar mundir er jú takturinn góður hjá fólki. Við höfum væntanlega hugmynd um það hvað við snæðum, hverja við hittum, hvað við horfum á og hvernig við fögnum þessum tímamótum. Já hver er munurinn á klisju og ritúali? Hann liggur í því að sú fyrrnefnda býr ekki yfir sömu merkingu, inntaki og tilfinningu og ritúalið.
Predikun

Bernskuguðspjall

Frásagnir þessar eiga það sameiginlegt að draga fram yfirnáttúrulega krafta ungmennisins Jesú. Gaman er að segja frá því að sumar þeirra hafa mótað íslenska kirkjulist. Ein sagan er af því þegar barnið Jesús hnoðaði leirkúlur og blés á þær með þeim afleiðingum að þær breyttust í spörfugla. Verk Ólafar Nordal í Ísafjarðarkirkju, fuglar himins, sækir í þá heimild þar sem leirfuglar eins og fljúga út frá altarisveggnum í helgidómnum. Svo merkilegt sem það kann að vera þá hafa margar þessar helgisagnir ratað inn í Kóraninn.
Predikun

Vertu nú hér minn kæri

„Vertu nú hér minn kæri“ kvað skáldið. Ég nefndi þessa konu hér í upphafi, henni fannst fokið í flest skjól í lífi sínu og hjartað hennar, þessi kjarni sálarinnar, svo tætt og kámugt. Hún hugleiddi þessa frásögn og hugur hennar nam staðar við stallinn lága, jötuna. Já, þarna lá Jesúbarnið og kallaði á hlýju okkar og umhyggju. Henni varð ljóst að jatan var í eins og hjartað, úfið og óhreint, en þar hafði frelsarinn tekið sér bólfestu. Hann gerði ekki kröfur um fullkomnun. Nei, hann tók sér stöðu með þeim sjálf höfðu verið utangarðs og útilokuð.
Predikun