Með áhyggjur í sófanum
Ástæða þess að ég rifja þetta upp eru tíðindi af okkur sem erum alin upp í sófum víðsvegar í hinum þróuðu ríkjum. Fregnir herma að hugur okkar nái ekki alveg utan um þau lífsgæði að njóta öryggis og velsældar. Það eru jú engin dæmi um slíkt í samanlagðri sögu þessarar lífveru sem við erum. Kóngarnir sem við stundum nefnum í ritningarlestrum hér í kirkjunni, Davíð, Salómon og Ágústus svo einhverjir séu nefndir, nutu vissulega forréttinda miðað við alla hina sem þurftu að strita myrkranna á milli fyrir fábrotnustu lífsgæðum. En, maður minn, flest okkar lifum í vellystingum jafnvel samanborið við þá.
Skúli Sigurður Ólafsson
24.9.2023
24.9.2023
Predikun
Prédikun flutt við setningu Alþingis.
Enn á ný komum við saman hér í Dómkirkjunni í Reykjavík til helgrar stundar áður en Alþingi Íslendinga er sett.
Agnes Sigurðardóttir
12.9.2023
12.9.2023
Predikun
Séra Friðrik
Þegar við höfðum farið yfir störf hans og horft á stórgott myndband sem segir sögu hans tókum við upp þráðinn og ræddum um muninn á góðum leiðtogum og þeim sem leiða fólk í ógöngur. Hvar liggur munurinn? Jú, þeir góðu eru hógværir, þeir segja satt, þeir ala önn fyrir sínu fólki. Í þeirra huga snýst starfið um fylgjendurna, fólkið sem treystir þeim. Góðir leiðtogar gera alla í kringum sig betri, heilbrigðari, frjálsari og já eins og okkar maður – móta úr því þá leiðtoga sem geta haldið starfinu áfram. Og þar sækja þeir í þá lind sem trúin er í lífi hverrar manneskju, sönn og uppbyggileg.
Skúli Sigurður Ólafsson
10.9.2023
10.9.2023
Predikun
Séra Friðrik
Þegar við höfðum farið yfir störf hans og horft á stórgott myndband sem segir sögu hans tókum við upp þráðinn og ræddum um muninn á góðum leiðtogum og þeim sem leiða fólk í ógöngur. Hvar liggur munurinn? Jú, þeir góðu eru hógværir, þeir segja satt, þeir ala önn fyrir sínu fólki. Í þeirra huga snýst starfið um fylgjendurna, fólkið sem treystir þeim. Góðir leiðtogar gera alla í kringum sig betri, heilbrigðari, frjálsari og já eins og okkar maður – móta úr því þá leiðtoga sem geta haldið starfinu áfram. Og þar sækja þeir í þá lind sem trúin er í lífi hverrar manneskju, sönn og uppbyggileg.
Skúli Sigurður Ólafsson
10.9.2023
10.9.2023
Predikun
Umhyggja og aðgát
Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
10.9.2023
10.9.2023
Predikun
Pólstjarnan
,,Þótt ég gæfi allar eigur mínar og framseldi sjálfan mig, en hefði engan kærleika - væri ég engu bættari." Þetta stendur einmitt í Óðnum til kærleikans. Þessi texti er leiðarljós, pólstjarna sem við getum tekið mið af, en um leið verður það hlutskipti okkar að rísa upp gefn ranglæti og kúgun. Ekkert slíkt má umbera enda verður lögmálið að vera til staðar svo að allt haldist í föstum skorðum.
Skúli Sigurður Ólafsson
4.9.2023
4.9.2023
Predikun
Á göngu með Jesú og Harald Fry
Harold Fry var á pílagrímsgöngu. Á þeirri göngu fékk hann ýmis tilboð, góð og slæm. Hann barðist við að taka réttar ákvarðanir og eins og svo oft í lífinu getur liðið nokkur tími þar til við sjáum hvort það hefur tekist. Af því að lífið er pílagrímsganga - leið í brúðkaupið í för með Jesú. Á þeirri göngu mæta okkur ýmis tilboð.
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
21.10.2012
21.10.2012
Predikun
Um veglyndi
„..fundust í þessi meðferð Jósefs þrír mannkostir og dýrlegir lutir, það er: Réttlæti, mildi og vitzka"
Sveinn Valgeirsson
27.8.2023
27.8.2023
Predikun
Einhvern tíma er núna: Draumur Martins Lúthers Kings
Hér er spurt um forgangsröðun og gildismat. Hvort er mikilvægara: að viðhalda ofgnóttarlífsstíl minnihluta jarðarbúa sem þrífst á áþján heimsins, lífsstíl sem meira að segja hin góða sköpun Guðs er byrjuð að kikna undan eða að bregðast nú þegar við jafnvel þótt það kosti það að lífskjör hinna velmegandi í heiminum skerðist?
Jón Ásgeir Sigurvinsson
27.8.2023
27.8.2023
Predikun
Hvíld og fasta
Hann leit á mig og spurði: „Hva, ertu ekki presturinn okkar hérna?“ „Jú, jú, ég er það.“ svaraði ég. „Nú, fastar þú ekki núna fyrir jólin?“
Þorvaldur Víðisson
28.8.2023
28.8.2023
Predikun
Þrefalda kærleiksboðorðið
Og því má ekki gleyma að þegar kemur að okkur sjálfum erum erum við oftar en ekki hörðustu dómararnir. Myndin af Jesú kallast þar á við myndina af okkur sjálfum. Já, hvað sjáum við þegar við lítum spegilmynd okkar? Er það manneskja sem stenst ekki hinar hörðustu kröfur? Af hverju þurfa kröfurnar að vera svo harðar? Eru það ekki skilaboð dagsins að við eigum að slaka á, í þeim efnum? Leyfa okkur að vera þær manneskjur sem við erum, með ákveðina breyskleika en um leið svo mikla möguleika á að vaxa og gera gott.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.8.2023
22.8.2023
Predikun
Sá sem tortímir heimum
Þegar glóandi skýið reis til himins var nýr kafli skráður í mannkynssöguna og í orðum vísindamannsins Oppenheimers hafði þessi kafli guðfræðilega skírskotun. Hann vísaði til þess hvernig mannkyn tekst á við hverfulleikann, horfir upp á lífverur deyja, byggingar hrynja, heimsveldi eyðast og mögulega það mikilvægasta af því öllu – heimsmyndir hverfa. Og á síðustu áratugum hefur líf og framtíð lífsins stundum hangið á bláþræði eins og sagan um Petrov ber vott um.
Skúli Sigurður Ólafsson
13.8.2023
13.8.2023
Predikun
Færslur samtals: 5736