Kirkjuráð

Um kirkjuráð og störf þess

Kirkjuráð þjóðkirkjunnar fer með framkvæmd ýmissa sameiginlegra mála og verkefna samkvæmt lögum og starfsreglum.

Kirkjuráð er undir forystu forseta ráðsins sem er biskup Íslands. Þá kýs kirkjuþing tvo leikmenn og tvo guðfræðinga í ráðið til fjögurra ára. Helstu verkefni ráðsins eru að stýra starfi kirkjumálasjóðs, sem m.a. á öll prestssetur landsins, embættisbústaði biskups Íslands og vígslubiskupa svo og Kirkjuhúsið þar sem yfirstjórn kirkjunnar er til húsa. Enn fremur stýrir ráðið kristnisjóði og úthlutar árlega úr Jöfnunarsjóði sókna. Kirkjuráð undirbýr fundi kirkjuþings og fylgir eftir samþykktum þess undirbýr af hálfu þjóðkirkjunnar tillögur til fjárveitinga til hennar á fjárlögum, hefur yfirumsjón með ráðstöfun fjár sem veitt er af opinberri hálfu til kirkjulegrar starfsemi og hefur forræði og forsjá, ásamt biskupi Íslands, um Skálholtsstað og Skálholtsskóla.

Starfsmenn kirkjuráðs

Arnór Skúlason verkefnisstjóri fasteignasviðs.
Guðrún Finnbjarnardóttir fulltrúi.

Núverandi kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi 2018 og er þannig skipað

Aðalmenn

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, forseti
Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna
Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna
sr. Arna Grétarsdóttir, fulltrúi vígðra
sr. Axel Árnason Njarðvík, fulltrúi vígðra

Varamenn

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, fulltrúi leikmanna
Berglind Hönnudótir, fulltrúi leikmanna
sr. Guðrún Karls Helgudóttir, fulltrúi vígðra
sr. Hreinn Hákonarson, fulltrúi vígðra

Description

Helstu viðfangsefni kirkjuráðs eru:

  • Kirkjuþing
  • Fjármál
  • Nýsköpun og aflvaki
  • Yfirumsjón staða og stofnana
  • Þjónusta við sóknir
  • Önnur verkefni

Staða í stjórnkerfi kirkjunnar

Kirkjuráð starfar á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, auk fyrirmæla í öðrum lögum. Þá starfar ráðið einnig samkvæmt starfsreglum settum af kirkjuþingi.

Kirkjuráð er kosið af kirkjuþingi og heyrir undir þingið

Kirkjuráð hefur tiltölulega sjálfstæða stöðu í stjórnkerfi kirkjunnar og telst til æðstu framkvæmdarvaldshafa þar, með kirkjuþingi, biskupi Íslands og ráðherra kirkjumála (dómsmálaráðherra).

Undir kirkjuráð heyra kirkjustaðir og ýmsar stofnanir kirkjunnar, auk þess sem ráðið tekur þátt í samstarfi við embætti biskups Íslands og fleiri aðila og veitir fé til margvíslegra verkefna á sviði kirkjumála.

Ráðið hefur sett sér skriflegar reglur um fundi sína.

Kirkjuráð gefur kirkjuþingi árlega skýrslu um störf sín á milli þinga og eru skýrslurnar birtar í Gerðum kirkjuþings, sem eru aðgengilegar hér á vefnum frá 1998. Enn fremur er birt árlega skýrsla um störf kirkjuráðs í Árbók kirkjunnar.

Lög og reglur um kirkjuráð

Réttarheimildir um kirkjuráð (og þjóðkirkjuna almennt) eru aðgengilegar undir liðnum Regluverk kirkjunnar hér á vefnum. Um hlutverk og stöðu kirkjuráðs þjóðkirkjunnar er mælt fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Enn fremur eru fyrirmæli í einstökum sérlögum og reglugerðum á sviði kirkjumála, sem hér greinir:

Lög og reglur um kirkjuráð

Réttarheimildir um kirkjuráð (og þjóðkirkjuna almennt) eru aðgengilegar undir liðnum Regluverk kirkjunnar hér á vefnum. Um hluverk og stöðu kirkjuráðs þjóðkirkjunnar er mælt fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Enn fremur eru fyrirmæli í einstökum sérlögum og reglugerðum á sviði kirkjumála, sem hér greinir:

        lög um heimild handa ríkisstjórninni til þess að afhenda þjóðkirkju Íslands Skálholtsstað nr. 32/1963

        lög um Kristnisjóð o.fl. nr. 35/1970

        lög um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar nr. 12/1982

        lög um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 og reglugerð um Jöfnunarsjóð sókna nr. 206/1991

        lög um Skálholtsskóla nr. 22/1993

        lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993

        lög um kirkjumálasjóð nr. 138/1993

Þá er mælt fyrir um kirkjuráð í starfsreglum kirkjuþings um kirkjuráð nr. 817/2000 og ýmsum öðrum starfsreglum kirkjuþings.

Heiti kirkjuráðs á erlendum tungumálum

Kirkjuráð hefur ákveðið að heiti ráðsins á nokkrum erlendum tungumálum skuli vera sem hér segir:

Á dönsku: Det islandske kirkeråd

á þýsku: Kirchenrat der isländischen Kirche

á ensku: Executive Council of The Church of Iceland

á latínu: Consistorium Ecclesiae Islandiae,