Útför

Útförin er guðsþjónusta þar sem aðstandendur kveðja þann sem fallin er frá. Í útförinni tjáum við sorgina og setjum í orð vonina um eilíft líf með Guði. Útfarathafnir eru misjafnar þó allar byggi þær á sama grunni sem er bæn, ritningarlestrar, minningarorð, moldun og blessun. Oft hefur hinn látni látið í ljós óskir um sálma eða aðra tónlist við athöfnina.

Útför

Útförin er skipulögð af presti í samvinnu við aðstandendur, organista og útfararstofu.

Ef þig vantar aðstoð varðandi útför þá getur þú alltaf leitað til presta þjóðkirkjunnar.

Hér getur þú fundið þína kirkju.

Description