Uss! hvað dýrin eru skítug!!

No image selected

Dýrin eru svo óhrein!!

Gæðastundir

Kærar þakkir fyrir að koma í sunnudagaskólan með barnið.
Stundirnar í sunnudagaskólanum eru gæðastundir, fjarri
símum, skjám og öðrum snjalltækjum.

Hér kemur lítil hugmynd að gæðastund heima:

Svona er leikurinn:
Barnið leikur sér að því að gera plastdýrin sín óhrein og þvo þau.
Að sjálfsögðu má nota einhver önnur leikföng.
Brnið veltir dýrunum upp úr kakódrullunni og hveitinu.
Uss bara! Úff, hvað dýrin (leikföngin) eru orðin skítug!
Það þarf að þvo þau.
Það má til dæmis nota teskeiðina til þess að óhreinka dýrin.
Svo getur barnið til dæmis nota gamlan tannburstann til þess að þvo og skrúbba dýrin.
Það má nota tusku eða svamp til þess að þurrka þau eða þvo.
Þá dýfir það tuskunni eða tannburstanum ofan í vatnið og þvær dýrinu.

Dæmi um leikföng: Ofurhetjukallar, kubbar, plastdýr, playmo...

Viðvörun:
Athugið að það má nota hvaða dót sem er bara ef það þolir að óhreinkast.
Þessi hugmynd krefst þess að barnið sé í fötum sem mega óhreinkast og blotna.
Eins þarf að gæta þess að umhverfið sé þannig að það þoli svolítið sull.
Til dæmis má setja viskastykki eða ofnplötu undir.

Efni og áhöld:
Ílát, gamall tannbursti, teskeið, vatn, fljótandi sápa, kakó, hveiti, (og jafnvel hrísgrjón),
plastdýr og tuska eða viskastykki til þess að þvo og þurrka dýrunum.

Aðferð:

  1. Blandið kakó og vatn saman í ílát t.d. nestisbox.
    Þykktin á blautu kakóinu þarf að líkjast drullumalli og má því ekki verða of þunnt.
  2. Sápuvatn: Til dæmis uppþvottalögur eða fljótandi handsápa blönduð við
    volgt vatn og sett í annan dall.
  3. Hveiti er geymt í skál. Eins má bæta hrísgrjónum við því dýrin vilja kannski fela sig í þeim.

Þroskaþættir
Barnið upplifir áferð ólíkra efna og æfir fínhreyfingarnar.
Um leið eflist og þroskast ímyndunaraflið.
Leikurinn er tilvalinn sem afþreying þegar foreldrar þurfa smá hvíld eða eru upptekin.
Svo er líka skemmtilegt að taka þátt í sullinu með barninu og eiga frábæra samverustund með því.

Málþroski:
Tilvalið er að tala um hvar dýrin eru óhrein. Nota má orðin óhrein eða skítug til skiptis. Þannig
Það þarf að þvo taglið eða faxið á plasthestinum, stélið á plasthænunni. Halann á plastkusunni o.s.frv. Þannig er hægt að örva orðaforðann.

Til minnis:
Spörum skjátímann. Hjálpum börnunum að finna sér eitthvað annað að gera.
Leikskólabörn: Hámarksskjátími 60 mínútur á dag.
1.-4.bekkur: Hámarksskjátími 90 mínútur á dag.

https://kirkjan.is/thjonusta/fraedsla/bras-og-brall/uss-hvad-dyrin-eru-skitug/