Endurmenntun og námskeið

Tónskólinn býður upp á endur- og símenntun á sviði kirkjutónlistar einkum í orgelleik, söng og ryþmískum hljómborðsleik. Auk þess eru reglulega haldin styttri námskeið sem auglýst eru hér undir þessum flipa. Skráning á endurmenntunarnámskeið fer fram í tölvupósti á tonskoli@tonskoli.is.


Orgelleikur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í orgelleik. Hægt er að sækja einkakennslu í orgelleik víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista í starfi sem vilja bæta við sig en einnig þá sem langar að kynnast hljóðfærinu án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Söngur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í söng. Hægt er að sækja einkakennslu í söng víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra, söngvara í kirkjukórum og aðra þá sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Ryþmískur hljómborðsleikur

Tónskólinn býður upp á einkakennslu í ryþmískum hljómborðsleik. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra og aðra þá sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.

Hver einkatími er 40 mínútur.

3 tímar: kr. 24.000,-

5 tímar: kr. 37.500,-

14 tímar (heil önn): kr. 112.000,-

Tónskóli þjóðkirkjunnar býður upp á raddþjálfun fyrir kirkjukóra og minni hópa sem reyndir söngkennarar víða um land sjá um. Hver tími er 60 mínútur.

Raddþjálfun fyrir heilan kór

Eitt skipti: kr. 15.000,-

(Fullt verð: kr. 25.000,-)

Raddþjálfun fyrir minni hóp (2-3 söngvarar saman). Verð eru gefin upp fyrir hvern söngvara.

3 tímar: kr. 15.000,-

5 tímar: kr. 29.500,-

Ljómandi námskeið eru vettvangur fyrir innblástur, góðar hugmyndir og jafnvel hugljómanir fyrir fólk í starfi í kirkjum og aðra áhugasama um viðfangsefni námskeiðanna. Virk þátttaka og hugmyndaflæði einkenna Ljómandi námskeiðin og markmiðið að þátttakendur fari ljómandi af þeim! Ljómandi námskeið eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Staðsetning námskeiðanna verður auglýst þegar nær dregur.

Á vorönn verða þrjú Ljómandi námskeið í boði:

Hvað?

Hvað eru Krílasálmar? Hvernig get ég byrjað með Krílasálma í starfinu í kirkjunni minni? Innblástur og nýjar hugmyndir.

Fyrir hvern?

Öll áhugasöm um Krílasálma.

Staðsetning

Langholtskirkja

Hvenær og hverjir?

Föstudagur 2. febrúar 2024 kl. 13:30-15:30

Leiðbeinendur: Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Guðný Einarsdóttir og Kirstín Erna Blöndal.

Hvað?

Hvernig hitum við upp barnakór? Hvernig brjótum við æfingarnar upp? Þátttakendur hvattir til að koma með eigin hugmyndir og deila með öðrum.

Fyrir hvern?

Stjórnendur barnakóra og aðra áhugasama um barnakórastarf.

Staðsetning

Langholtskirkja

Hvenær og hverjir?

Föstudagur 2. febrúar kl. 16-18

Leiðbeinandi: Sunna Karen Einarsdóttir

10 tíma námskeið í barnakórstjórn, kennari er Sunna Karen Einarsdóttir, stjórnandi barna- og unglingakóra við Langholtskirkju í Reykjavík þar sem námskeiðið fer fram. Námskeiðið er valgrein í námi Tónskóla Þjóðkirkjunnar en verður vorið 2024 opið öllum sem áhuga hafa.

Verð

10 tímar, 24.000 kr.

Staður

Langholtskirkja í Reykjavík

Skipulag

Þriðjudagur 9. janúar 

14:00-15:00 - fyrirlestur og umræður
15:00-16:00 - fylgst með kóræfingu

Miðvikudagur 17. janúar
15:00-16:00- fyrirlestur og umræður
16:15-17:30 - fylgst með kóræfingu

Fimmtudagur 25. janúar 

14:00-15:00 - fyrirlestur og umræður
15:00-16:30- fylgst með kóræfingu

Vikan 29. janúar til 2. febrúar: 

Þriðjudagur 30. janúar kl. 15-16 

Miðvikudagur 31. janúar kl. 16:50-17:50 

Fimmtudagur 1. febrúar kl. 17-18

Val um einn af ofangreindum þremur tímum til að koma og leiða hluta æfingar. Þátttakendur einnig hvattir til að mæta og fylgjast með á þeim æfingum sem þeir eru ekki sjálfir að leiða.

Föstudagur 2. febrúar

16-18 Ljómandi leikir og upphitun í barnakór

Námskeiðið skiptist í tvo hluta, fræðilegan og verklegan. Fræðilegi hlutinn fjallar um sögu orgelsins síðustu 600 árin. Hlustað er á hljóðdæmi og lýsingar á sögulegum orgelum skoðaðar. Í verklega hlutanum er farið í uppbyggingu orgelsins, stilling tunguradda kennd og bilanagreining æfð. Námskeiðið er hluti af námi Tónskóla Þjóðkirkjunnar en verður vorið 2024 opið öllum þeim sem áhuga hafa.

Verð

Orgelfræði, fræðilegur hluti, 7 tímar: 17.500

Orgelfræði, verklegur hluti, 14 tímar: 35.000

Báðir hlutarnir saman: 45.000

Skipulag

Orgelfræði, fræðilegur hluti, 7 tímar

Mánudagur 12. febrúar kl. 12:30-16:00

Þriðjudagur 13. febrúar kl. 9-12:30

Kennari: Eyþór Ingi Jónsson

Staður: Reykjavík og nágrenni (nánari staðsetning auglýst þegar nær dregur)

Orgelfræði, verklegur hluti, 14 tímar

Sunnudagur 21. janúar kl. 14-18

Mánudagur 22. janúar kl. 16-19

Sunnudagur 4. febrúar kl. 14-18

Mánudagur 5. febrúar kl. 16-19

Kennari: Björgvin Tómasson

Staður: Orgelsmiðja Björgvins á Stokkseyri

Boðið verður upp á  masterclass námskeið í orgelspuna hjá spunameistaranum Mattias Wager, dómorganista við Storkyrkan í Stokkhólmi. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag íslenskra organleikara.

Verð

Fullt verð 25.000 (niðurgreitt fyrir meðlimi í Félagi íslenskra organleikara)

15.000 fyrir nemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Staður

Grafarvogskirkja

Skipulag

Fimmtudagur 18. janúar 2024 kl. 13-18

Föstudagur 19. janúar 2024 kl. 9-15