Tónskólinn býður upp á endur- og símenntun á sviði kirkjutónlistar einkum í orgelleik, söng og ryþmískum hljómborðsleik. Auk þess eru reglulega haldin styttri námskeið sem auglýst eru hér undir þessum flipa. Skráning á endurmenntunarnámskeið fer fram í tölvupósti á tonskoli@tonskoli.is.
Orgelleikur
Tónskólinn býður upp á einkakennslu í orgelleik. Hægt er að sækja einkakennslu í orgelleik víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista í starfi sem vilja bæta við sig en einnig þá sem langar að kynnast hljóðfærinu án skuldbindinga varðandi námskröfur.
Söngur og raddbeiting
Tónskólinn býður upp á einkakennslu í söng. Hægt er að sækja einkakennslu í söng víða um land. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra, söngvara í kirkjukórum, presta og guðfræðinema sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.
Ryþmískur hljómborðsleikur
Tónskólinn býður upp á einkakennslu í ryþmískum hljómborðsleik. Námið er einkum hugsað fyrir organista, kórstjóra og aðra þá sem vilja bæta við sig án skuldbindinga varðandi námskröfur.
Verð á einkatímum
Sjá verð fyrir einkatíma í endurmenntun undir flipanum Námið/skólagjöld
Einleiksáfangi er endurmenntun að loknu kantorsprófi fyrir þau sem vilja afla sér meiri menntunar í orgelleik. Náminu lýkur með opinberum tónleikum þar sem flutt er heil efnisskrá stærri orgelverka. Miðað er við 24 kennslustundir yfir heilan vetur.
Verð
Sjá verð fyrir einleiksáfanga undir flipanum Námið/skólagjöld
Tónskólinn býður upp á endurmenntun í kórstjórn. Námið er hugsað fyrir organista í starfi sem vilja bæta við sig í kórstjórn sem og aðra, reynda kórstjóra. Námið fer fram í hópkennslu og er miðað við tíma einu sinni í viku, eina önn í senn.
Verð
Sjá verð fyrir námskeið í kórstjórn undir flipanum Námið/skólagjöld
Ljómandi námskeið eru vettvangur fyrir innblástur, góðar hugmyndir og jafnvel hugljómanir fyrir fólk í starfi í kirkjum og aðra áhugasama um viðfangsefni námskeiðanna. Virk þátttaka og hugmyndaflæði einkenna Ljómandi námskeiðin og markmiðið að þátttakendur fari ljómandi af þeim! Námskeið síðustu ára hafa m.a. verið Ljómandi Krílasálmar, Ljómandi upphitun og leikir fyrir barnakóra, Ljómandi leikir í barnastarfi og Ljómandi léttu lögin við orgelið.
Ljómandi námskeið verða auglýst jafnóðum og þau verða skipulögð hér á síðunni