Samráðsgátt

Í samráðsgátt eru birtar tillögur að ýmsum starfsreglum til kynningar og umsagnar

Eftirfarandi tillögur mun biskupafundur leggja fram á komandi kirkjuþingi 2019:

I. Suðurprófastsdæmi
1. Sameining Selfoss- og Eyrarbakkaprestakalla í eitt nýtt Árborgarprestakall.

Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Komi ekki fram athugasemdir við það hyggst biskup Íslands skipa núverandi sóknarprest Selfossprestakalls sem sóknarprest í væntanlegu Árborgarprestakalli og prest Selfossprestakalls sem prest í prestakallinu.
2. Sameining Breiðabólsstaðar-, Fellsmúla- og Oddaprestakalla í eitt nýtt prestakall.

Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Komi ekki fram athugasemdir við það hyggst biskup Íslands skipa núverandi sóknarprest Fellsmúlaprestakalls sem sóknarprest í væntanlegu prestakalli og sóknarprest Oddaprestakalls sem prest í prestakallinu.

II. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
1. Sameining Breiðholts- og Fella- og Hólaprestakalla í eitt nýtt Breiðholtsprestakall.

Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Embætti sóknarprests núverandi Breiðholtsprestakalls hefur verið auglýst laust til umsóknar með fyrirvara um breytingu á því í embætti prests í sameinuðu prestakalli. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls.
2. Sameining Digranes- og Hjallaprestakalla í eitt nýtt Digranes- og Hjallaprestakall.

Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar og hálft stöðugildi prests verður lagt til að auki. Komi ekki fram athugasemdir við það hyggst biskup Íslands skipa núverandi sóknarprest Digranesprestakalls sem sóknarprest í væntanlegu prestakalli og sóknarprest og prest Hjallaprestakalls (50%) sem presta í kallinu. Verður því ein staða prests auglýst þegar sameining hefur öðlast gildi. Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á framhaldskirkjuþingi 2020.

III. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sameining Ás-, Langholts- og Laugarnesprestakalla í eitt nýtt Laugardalsprestakall.
Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og þrír prestar. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á framhaldskirkjuþingi 2020.

IV. Vestfjarðaprófastsdæmi
Sameining Bolungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar- og Þingeyrarprestakalla í eitt nýtt Ísafjarðarprestakall.
Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og þrír prestar. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls.Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á framhaldskirkjuþingi 2020.

V. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Sameining Melstaðar-, Hvammstanga-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakalla í eitt nýtt Húnavatnsprestakall.  Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og þrír prestar
Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á framhaldskirkjuþingi 2020.

VI. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Sameining Akureyrar-, og Laugalandsprestakalla í eitt nýtt Akureyrar- og Laugalandsprestakall.
Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og tveir prestar. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á framhaldskirkjuþingi 2020.

Eftirfarandi tillögur mun biskupafundur leggja fram á kirkjuþingi 2020:

I. Suðurprófastsdæmi 

1. Sameining Kirkjubæjarklausturs- og Víkurprestakalla í eitt nýtt Kirkjubæjarklausturs- og Víkurprestakall.

Embætti sóknarprests núverandi Kirkjubæjarklaustursprestakalls hefur verið auglýst laust til umsóknar með fyrirvara um breytingu á því í embætti prests í sameinuðu prestakalli. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls.

2. Skipan prestakalla að því er varðar Hveragerðis- og Þorlákshafnarprestaköll verður til frekari skoðunar og útfærslu og væntanlega lagðar fram tillögur síðar á þessu ári eða því næsta.

II. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi

Sameining Miklabæjar-, Glaumbæjar-, Hofsós- og Hóla- og Sauðárkróksprestakalla í eitt nýtt Skagafjarðarprestakall.
Í hinu nýja prestakalli þjóna sóknarprestur og þrír prestar. Tekið verður tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar við mat á því hver verði sóknarprestur sameinaðs prestakalls.Gert er ráð fyrir að afgreiða tillöguna á framhaldskirkjuþingi 2020.

Greinargerð:

Biskupafundur óskar eftir að kynna safnaðarfundum, vígðum þjónum og öðrum trúnaðarmönnum þjóðkirkjunnar hugmyndir að breytingum á skipan prestakalla fyrir kirkjuþing 2019 og 2020. Um er að ræða áframhald þeirra skipulagsbreytinga sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Á síðasta ári var lögð fram í skjali í samráðsgáttinni, sýn biskupafundar að heildstæðri endurskoðun á skipan prestakalla landsins auk þess sem nokkrar sameiningartillögur voru lagðar fram og samþykktar á kirkjuþingi 2018. Fyrirhugað er að halda áfram á sömu braut á kirkjuþingi 2019 og leggja þar fram fleiri sameiningartillögur að virtum þeim umsögnum sem kunna að berast. Sú hugmyndafræði og þau rök sem að sameiningartillögunum búa voru skilgreind svo í framangreindu skjali biskupafundar í samráðsgáttinni frá 2018: 

„Helstu áhersluatriði eru sem hér segir:
Óbreyttur fjöldi presta í nýjum stækkuðum prestaköllum.
Sóknaskipan óbreytt.
    Héraðsmódelið svokallaða er fyrirmyndin, en hún er byggð á samvinnu presta og sérstakri ábyrgð hvers og eins á ákveðnum sóknum í prestakallinu og ábyrgð hvers og eins í ákveðnum málaflokkum. Nafngift þessi á rætur að rekja til sameiningar fjögurra prestakalla á Héraði á Austurlandi.

Meginreglan verði sú að í hverju prestakalli séu starfandi að lágmarki þrír prestar.>
Frá því geta þó verið frávik þar sem aðstæður eru breytilegar eftir prestaköllum. Þannig verða um sinn einhver prestaköll áfram einmenningsprestaköll eða sóknarprestur og einn prestur þjóna sama kallinu.

Kostir stærri prestakalla eru
    a) betri og fjölbreytilegri þjónusta fyrir sóknarbörn, sem fá aðgang að fleiri prestum
    b) meiri sérhæfing prestsþjónustunnar
    c) betra starfsumhverfi prestanna með jöfnun þjónustubyrði
    d) betri nýting fjármuna og annarra auðlinda


Skipan prestakalla þjóðkirkjunnar og stærð þeirra hefur áhrif á samstarf presta og þjónustu við sóknarbörn. Með stækkun prestakalla hyggst þjóðkirkjan ná enn frekar því meginmarkmiði sínu að efla boðun fagnaðarerindisins í orði og verki.
Með stækkun prestakalla munu flest einmenningsprestaköll heyra sögunni til. Samstarf presta mun eflast og möguleikar sóknarbarna á bættari og sérhæfðari þjónustu í hverju prestakalli munu aukast.

Kirkjuþing 2010 samþykkti megináherslur sem fram voru settar í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing 2010 samþykkti þá framtíðarsýn á starfsháttum kirkjunnar sem felast í samstarfssvæðum sókna, skilgreiningu á grunnþjónustu kirkjunnar og samþættingu við samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Þar er lagt upp með að inntak þjónustunnar, umgjörð og skipulag skuli hverfast um eftirfarandi fimm þætti: 1. Helgihald 2. Boðun og fræðslu 3. Kærleiksþjónustu, 4. Sálgæslu og hjálparstarf, 5. Menningu og listir, staðbundna þjónustu og nýjar leiðir.

Um þjónustubyrði á hvern prest skal líta til eftirtalinna atriða:
•Í kirkjujarðasamkomulaginu frá 10. janúar 1997 (60. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997) er mannfjöldaviðmið sett varðandi fjölgun eða fækkun prestsembætta, þar er miðað við 5000 manns. Þ.e.a.s. fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5000 skuldbindur ríkið sig til að greiða laun 1 prests til viðbótar því sem greinir frá í samkomulaginu, hið sama á við um frekari fjölgun. Fækki þjóðkirkjumönnum um 5000 fækkar embættum um 1, hið sama á við um frekari fækkun.

•Í samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar frá 2009 er fjallað um ákvæði um messuskyldu. Þar er sett viðmið um fjölda sóknarbarna, 2000 talsins, þar sem haldin skuli almenn guðsþjónusta hvern helgan dag ársins. Séu sóknarbörn frá 750-2000 skuli að lágmarki haldin almenn guðsþjónustu annan hvern sunnudag, auk stórhátíða.

Hið opinbera miðar við 5000 manns, varðandi fjölgun eða fækkun embætta um eitt. Þar er því samhengi á milli 5000 sóknarbarna og eins embættis. Í samþykktunum um innri málefni þjóðkirkjunnar er lagt upp með annað viðmið er snýr að sóknarbörnum og því hve oft skal efna til almennrar guðsþjónustu. Þar er miðað við 2000 sóknarbörn.
Þessar tölur veita því ákveðnar mælistikur þegar leggja skal upp þjónustubyrði á hvern prest, þ.e.a.s. varðandi mannfjölda. Má því ætla að einn prestur skuli að lágmarki þjóna 2000 manns. Fleiri atriði skal jafnframt taka til skoðunar við skipun prestakalla og ákvörðun á þjónustubyrði, svo sem fjölda sókna innan prestakalls, hvernig samgöngum er háttað og færð á vegum, sérstaða helgistaða og annað.

Tillögurnar nú um stækkun prestakalla byggjast á ofangreindum samþykktum kirkjuþings og samþykktum um innri málefni kirkjunnar. Eftir sem áður er sóknin grunneining þjóðkirkjunnar og starfsvettvangur hennar á hverjum stað, sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining. Með þessum tillögum eru ekki lagðar til neinar breytingar á sóknarskipan.
Sóknarprestur og prestar eru samstarfsmenn í sóknum prestakalls og ber að haga þjónustu sinni og samstarfi í samræmi við það. Báðir lúta þeir tilsjón prófasts og biskups. Samstarf sóknarprests og presta byggist á starfsreglum, lögum og siðareglum. Prófastur annast um skiptingu starfa milli presta þar sem fleiri en einn prestur þjónar í prestakalli og sér til þess að samið sé um það skriflega.

Gert er að jafnaði ráð fyrir að gildistaka sameiningar geti átt sér stað við starfslok hlutaðeigandi presta eða við lok fimm ára skipunartíma. Frá þessu kunna þó að geta orðið frávik ef aðstæður útheimta slíkt.“

Tekið skal fram að tillögur biskupafundar breyta í engu skipan prestssetra landsins.
Hvað varðar gildistöku sameiningartillagna almennt er yfirleitt miðað við lok skipunartíma presta eða eftir nánara samkomulagi. Ef við á er tekið tillit til vígslualdurs, menntunar, annarrar reynslu og jafnréttisáætlunar kirkjunnar.

Biskupafundur býður þeim sem það kjósa að senda athugasemdir, fyrirspurnir og/eða umsagnir sínar og þá á netfangið kirkjan hjá kirkjan.is. Þá er að sjálfsögðu unnt að senda fulltrúa biskupafundarins til frekari kynningar og viðræðna ef óskað er. Æskilegt er að skipulag slíks fundar sé í samráði við prófast. Kirkjuþingsmál þingsins 2019 þurfa helst að vera tilbúin á fyrri hluta september mánaðar nk. Þess skal getið að hugsanlega má leita samkomulags við forseta kirkjuþings um að fresta afgreiðslu einhverra mála til seinni þinglotu kirkjuþings sem fram gæti farið á fyrri hluta árs 2020. Það er þó háð ákvörðun forseta kirkjuþings hverju sinni.

Biskupafundur hefur undanfarið unnið að stefnumótun um nýskipan prestakalla á landsvísu.

Helstu áhersluatriði eru sem hér segir: 

Óbreyttur fjöldi presta í nýjum stækkuðum prestaköllum.

Sóknaskipan óbreytt.

Héraðsmódelið svokallaða er fyrirmyndin, en hún er byggð á samvinnu presta og sérstakri ábyrgð hvers og eins á ákveðnum sóknum í prestakallinu og ábyrgð hvers og eins í ákveðnum málaflokkum. Nafngift þessi á rætur að rekja til sameiningar fjögurra prestakalla á Héraði á Austurlandi.

Meginreglan verði sú að í hverju prestakalli séu starfandi að lágmarki þrír prestar.

Frá því geta þó verið frávik þar sem aðstæður eru breytilegar eftir prestaköllum. Þannig verða um sinn einhver prestaköll áfram einmenningsprestaköll eða sóknarprestur og einn prestur þjóna sama kallinu.

Kostir stærri prestakalla eru

        a) betri og fjölbreytilegri þjónusta fyrir sóknarbörn, sem fá aðgang að fleiri prestum
        b) meiri sérhæfing prestsþjónustunnar
        c) betra starfsumhverfi prestanna með jöfnun þjónustubyrði
        d) betri nýting fjármuna og annarra auðlinda

Skipan prestakalla þjóðkirkjunnar og stærð þeirra hefur áhrif á samstarf presta og þjónustu við sóknarbörn. Með stækkun prestakalla hyggst þjóðkirkjan ná enn frekar því meginmarkmiði sínu að efla boðun fagnaðarerindisins í orði og verki.
Með stækkun prestakalla munu flest einmenningsprestaköll heyra sögunni til. Samstarf presta mun eflast og möguleikar sóknarbarna á bættari og sérhæfðari þjónustu í hverju prestakalli munu aukast.

Kirkjuþing 2010 samþykkti megináherslur sem fram voru settar í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing 2010 samþykkti þá framtíðarsýn á starfsháttum kirkjunnar sem felast í samstarfssvæðum sókna, skilgreiningu á grunnþjónustu kirkjunnar og samþættingu við samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Þar er lagt upp með að inntak þjónustunnar, umgjörð og skipulag skuli hverfast um eftirfarandi fimm þætti: 1. Helgihald 2. Boðun og fræðslu 3. Kærleiksþjónustu, 4. Sálgæslu og hjálparstarf, 5. Menningu og listir, staðbundna þjónustu og nýjar leiðir.

Um þjónustubyrði á hvern prest skal líta til eftirtalinna atriða:

•Í kirkjujarðasamkomulaginu frá 10. janúar 1997 (60. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997) er mannfjöldaviðmið sett varðandi fjölgun eða fækkun prestsembætta, þar er miðað við 5000 manns. Þ.e.a.s. fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5000 skuldbindur ríkið sig til að greiða laun 1 prests til viðbótar því sem greinir frá í samkomulaginu, hið sama á við um frekari fjölgun. Fækki þjóðkirkjumönnum um 5000 fækkar embættum um 1, hið sama á við um frekari fækkun.
•Í samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar frá 2009 er fjallað um ákvæði um messuskyldu. Þar er sett viðmið um fjölda sóknarbarna, 2000 talsins, þar sem haldin skuli almenn guðsþjónusta hvern helgan dag ársins. Séu sóknarbörn frá 750-2000 skuli að lágmarki haldin almenn guðsþjónustu annan hvern sunnudag, auk stórhátíða.
Hið opinbera miðar við 5000 manns, varðandi fjölgun eða fækkun embætta um eitt. Þar er því samhengi á milli 5000 sóknarbarna og eins embættis. Í samþykktunum um innri málefni þjóðkirkjunnar er lagt upp með annað viðmið er snýr að sóknarbörnum og því hve oft skal efna til almennrar guðsþjónustu. Þar er miðað við 2000 sóknarbörn.
Þessar tölur veita því ákveðnar mælistikur þegar leggja skal upp þjónustubyrði á hvern prest, þ.e.a.s. varðandi mannfjölda. Má því ætla að einn prestur skuli að lágmarki þjóna 2000 manns. Fleiri atriði skal jafnframt taka til skoðunar við skipun prestakalla og ákvörðun á þjónustubyrgði, svo sem fjölda sókna innan prestakalls, hvernig samgöngum er háttað og færð á vegum, sérstaða helgistaða og annað.
Tillögurnar nú um stækkun prestakalla byggjast á ofangreindum samþykktum kirkjuþings og samþykktum um innri málefni kirkjunnar. Eftir sem áður er sóknin grunneining þjóðkirkjunnar og starfsvettvangur hennar á hverjum stað, sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining. Með þessum tillögum eru ekki lagðar til neinar breytingar á sóknarskipan.
Sóknarprestur og prestar eru samstarfsmenn í sóknum prestakalls og ber að haga þjónustu sinni og samstarfi í samræmi við það. Báðir lúta þeir tilsjón prófasts og biskups. Samstarf sóknarprests og presta byggist á starfsreglum, lögum og siðareglum. Prófastur annast um skiptingu starfa milli presta þar sem fleiri en einn prestur þjónar í prestakalli og sér til þess að samið sé um það skriflega.
Gert er að jafnaði ráð fyrir að gildistaka sameiningar geti átt sér stað við starfslok hlutaðeigandi presta eða við lok fimm ára skipunartíma. Frá þessu kunna þó að geta orðið frávik ef aðstæður útheimta slíkt.

Breytingar til framtíðar á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007.

1.gr. Suðurprófastsdæmi
a.Kirkjubæjarklausturs- og Víkurprestaköll sameinast í eitt prestakall, Kirkjubæjarklausturs- og Víkurprestakall, þar sem sóknarprestur og prestur þjóna.
Prestssetur verði á Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
b.Breiðabólstaðar-, Fellsmúla- og Oddaprestaköll sameinast í Breiðabólstaðar- og Oddaprestakall þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna. Prestssetur verði á Breiðabólstað og í Odda. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
c.Eyrarbakka-, Hveragerðis, Selfoss- og Þorlákshafnarprestaköll sameinist í eitt prestakall, Árborgar- og Ölfussprestakall, þar sem sóknarprestur og fjórir prestar þjóna.
d.Hruna- og Skálholtsprestaköll sameinist í eitt prestakall, Hruna- og Skálholtsprestakall þar sem sóknarprestur og einn prestur þjóna. Prestssetur verði í Skálholti og í Hruna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.

2.gr. Kjalarnesprófastsdæmi
c.Grindavíkur-, Njarðvíkur-, Keflavíkur- og Útskálaprestaköll sameinast í eitt prestakall, Reykjanesprestakall, þar sem sóknarprestur og fimm prestar þjóna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
c.Hafnarfjarðar-, Víðistaða- og Tjarnaprestaköll sameinast í eitt prestakall, Hafnarfjarðarprestakall, þar sem sóknarprestur og fjórir prestar þjóna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.

3. gr. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
a. Bústaða- og Grensásprestaköll sameinast í eitt prestakall, Fossvogsprestakall, þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna.
b. Ás-, Langholts- og Laugarnesprestaköll sameinast í eitt prestakall, Laugardalsprestakall, þar sem sóknarprestur og þrír prestar þjóna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
c. Dómkirkju-, Hallgríms- og Háteigsprestaköll sameinast í eitt prestakall, Miðborgarprestakall, þar sem sóknarprestur og fjórir prestar þjóna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.

4. gr. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
a. Digranes-, Hjalla-, Kársnes- og Lindaprestaköll sameinast í eitt prestakall, Kópavogsprestakall, þar sem sóknarprestur og sjö prestar þjóna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
b. Breiðholts-, Fella- og Hóla- og Seljaprestaköll sameinast í eitt prestakall, Breiðholtsprestakall, þar sem sóknarprestur og fjórir prestar þjóna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
c. Árbæjar-, Grafarholts- og Grafarvogsprestaköll sameinast í eitt prestakall, Árbæjar- og Grafarprestakall, sem sóknarprestur og sjö prestar þjóna. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.

5. gr. Vesturlandsprófastsdæmi
a. Garða- og Saurbæjarprestaköll sameinast í eitt prestakall, Hvalfjarðarprestakall, þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna. Prestssetur verði í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
b. Borgar-, Hvanneyrar-, Reykholts- og Stafholtsprestaköll sameinast í eitt prestakall, Borgarfjarðarprestakall, þar sem sóknarprestur og þrír prestar þjóna. Prestssetur verði á Borg, í Reykholti og Stafholti. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
c. Ólafsvíkur- og Ingjaldshóls-, Setbergs-, Staðastaðar- og Stykkishólmsprestaköll sameinast í eitt prestakall, Snæfellsnesprestakall, þar sem sóknarprestur og þrír prestar þjóna. Syðstu sóknir Staðarstaðarprestakalls fari undir Borg. Prestssetur verði í Ólafsvík, á Grundarfirði, Staðastað og í Stykkishólmi. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.

6. gr. Vestfjarðaprófastsdæmi
a.Hólmavíkur- og Reykhólaprestaköll sameinist í eitt prestakall, Breiðafjarðar- og Strandaprestakall, þar sem sóknarprestur og einn prestur þjóna. Prestssetur verði á Hólmavík og Reykhólum.
b. Bolungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar- og Þingeyrarprestaköll sameinist í eitt prestakall, Vestfjarðaprestakall, þar sem sóknarprestur og þrír prestar þjóna. Prestssetur verði í Bolungarvík, Holti og á Þingeyri. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.

7. gr. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
a) Melstaðar-, Hvammstanga-, Skagastrandar- og Þingeyrarklaustursprestaköll sameinist í eitt prestakall, Húnavatnsprestakall, þar sem sóknarprestur og þrír prestar þjóna. Prestssetur verði á Melstað, Hvammstanga og Skagaströnd. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
b) Glaumbæjar-, Hofsós- og Hóla-, Miklabæjar- og Sauðárkróksprestaköll sameinist í eitt prestakall, Skagafjarðarprestakall, þar sem sóknarprestur og þrír prestar þjóna. Prestssetur verði í Glaumbæ, á Hofsósi og á Miklabæ. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.

8. gr. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
a) Akureyrar- og Laugalandsprestaköll sameinist í eitt prestakall, Eyjafjarðarprestakall, þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna. Prestssetur verði á Syðra- Laugalandi.
b) Ólafsfjarðar- og Siglufjarðarprestaköll sameinist í eitt prestakall, Fjallabyggðarprestakall, þar sem sóknarprestur og einn prestur þjóna. Prestssetur verði á Ólafsfirði og Siglufirði. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
b) Húsavíkur-, Grenjaðarstaða- og Skútustaðaprestaköll sameinist í eitt prestakall, Þingeyjarprestakall, þar sem sóknarprestur og tveir prestar þjóna. Prestssetur verði á Grenjaðarstað og Skútustöðum. Tillagan er ekki á dagskrá kirkjuþings 2018 og verður rædd nánar við hlutaðeigandi.
c) Skinnastaðar- og Langanesprestaköll sameinist í eitt prestakall, Skinnastaðar- og Langanesprestakall, þar sem sóknarprestur og einn prestur þjóna. Prestssetur verði á Skinnastað og Þórshöfn.

9. gr. Austurlandsprófastsdæmi
a) Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll sameinist í eitt prestakall Austfjarðaprestakall, þar sem sóknarprestur og fjórir prestar þjóna. Prestssetur verði á Djúpavogi, í Heydölum og á Fáskrúðsfirði.

Þau prestaköll sem ekki er getið um í ofangreindum tillögum eru óbreytt.


Athugasemdir / umsagnir sendist á kirkjan hjá kirkjan.is Vinsamlegast setjið heiti prófastsdæmis í titillínu tölvupósts og / eða orðin "Almennar athugasemdir" ef við á

Drög - Jafnréttisstefna Þjóðkirkjunnar 30.09.2019

I. Inngangur

Jafnréttisstefna kirkjunnar á að stuðla að jafnrétti eins og rétt og skylt er í samræmi við líf og boðskap Jesú Krists. Undirstöðuatriði kristins boðskapar fela í sér jafnréttishugsjón og skírn inn í kristið samfélag gerir engan greinarmun á kyni eða stöðu einstaklinga. Því er jafnréttisstefna viðurkenning manngildis og jafnréttis allra einstaklinga.

Jafnréttisstefna kirkjunnar tekur mið af gildandi jafnréttislögum á Íslandi, nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar er meðal annars lögð áhersla á að kynjasamþætting sé fest í sessi sem mikilvæg leið til að koma á jafnrétti. Þá mun kirkjan vinna eftir lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 og gæta að því í öllu sínu starfi að fylgt sé ákvæði 65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr 33./1944.

Jafnframt er tekið mið af því að þjóðkirkjan er aðili að Alkirkjuráði, Kirknaráði Evrópu og Lúterska heimssambandinu. Samtökin hafa hvatt kirkjur sínar til að gæta að jafnréttissjónarmiðum til hins ýtrasta.

Jafnréttisstefna kirkjunnar tekur annars vegar til stjórnkerfis kirkjunnar og starfsmanna hennar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem kirkjan veitir.

II. Hlutverk jafnréttisnefndar kirkjunnar

Jafnréttisnefnd kirkjunnar samanstendur af fimm aðalmönnum og fimm varamönnum, sem kirkjuþing hefur kosið til fjögurra ára í senn. Jafnréttisfulltrúar starfa með jafnréttisnefnd og sitja fundi hennar. Þeir hafa starfsstöð á þjónustusviði biskupsstofu og sinna fræðslu út í söfnuðum. Helstu hlutverk jafnréttisnefndar kirkjunnar eru eftirfarandi:

1. Að vera ráðgefandi fyrir biskup Íslands og kirkjuráð í málefnum er varða jafnrétti kynjanna.

2. Að hafa frumkvæði að fræðslu og aðgerðum, til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna innan kirkjunnar.

3. Að fylgjast með framkvæmd jafnréttisstefnunnar fyrir hönd biskups og kirkjuráðs og gera tillögu til kirkjuráðs um endurskoðun framkvæmdaáætlunarinnar til þriggja ára í senn, skv. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008.

III. Markmið

Markmið jafnréttisstefnunnar er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti allra kynja í þjóðkirkjunni og jöfnum möguleikum allra kynja til starfa, áhrifa og þjónustu.

Markmiðin eru:

    1. Að skapa forsendur fyrir fólk í kirkjunni til að njóta þess jafnréttis sem tryggt er í lögum.

    2. Að festa kynjasamþættingu og jafnréttismál í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar.

    3. Að festa kynjaða fjárlagagerð í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar.

    4. Að bæta stöðu eða auka möguleika kynjana ef á kyn hallar á ákveðnu sviði.

    5. Að stuðla að jafnri stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.

    6. Að stuðla að betra samræmi milli fjölskyldu- og atvinnulífs starfsmanna.

Markmiðin og framkvæmd þeirra

Neðangreind áætlun er fyrir árin 2019-2023.


1. Að skapa forsendur fyrir fólk í kirkjunni til að njóta þess jafnréttis sem tryggt er í lögum.

    a. Að hvetja til þess að æðsta stofnun kirkjunnar, kirkjuþing, samþykki ekkert sem brjóti í bága við jafnéttislög leita þurfi álits jafnréttisnefndar í öllum vafatilvikum.
    Hvatt verður til þess að æðsta stofnun kirkjunnar, Kirkjuþing, tryggi að allt sem þar er samþykkt samræmist gildandi jafnréttis¬lögum, ekkert sé samþykkt þar sem brjóti í     bága við þau eða takmarki réttindi fólks til að njóta þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Verði borin kennsl aðstæður eða þær skapist, sem torveldi starfsfólki að leita     réttar síns samkvæmt jafnréttis¬lögum skal umsvifalaust setja upp áætlun til að bæta úr.

Ábyrgð: Biskup og jafnréttisnefnd.
Tímamörk: Árið 2019-2020.

    b. Að Kirkjuráð og forsætisnefndin flytji tillögu fyrir kirkjuþing 2020 að þingmenn hugi ávallt að jafnréttissjónarmiðum þegar teknar eru ákvarðanir eða reglur settar, sem     varða vígða- eða óvígða þjóna kirkjunnar. Jafnframt að aflað skuli álits jafnréttisnefndar eða jafnréttis¬fulltrúa í öllum vafatilvikum.

Ábyrgð: Kirkjuráð og forsætisnefnd.
Tímamörk: Árið 2020.

    c. Að Biskup og kirkjuráð skilgreini nákvæmlega hvaða úrræði og ferlar séu fyrir hendi fyrir fólk til að leita réttar síns telji það vera brotið á sér samkvæmt jafnréttislögum.

Ábyrgð: Biskup, kirkjuráð, kirkjuþing og jafnréttisfulltrúar.
Tímamörk: Árið 2019-2020.


2. Að festa kynjasamþættingu og jafnréttismál í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar.

    a. Að auka jafnréttisfræðslu til presta, djákna og starfsfólks safnaðanna með námskeiðum um jafnréttismál, málfar allra kynja og útgáfu fræðsluefnis. Einnig mun kirkjan     standa fyrir jafnréttisdögum, fræðslu og fyrirlestrum um kynjasamþættingu sem felur í sér að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótun og ákvarðanir þannig að     sjónarhorn kynjajafnréttis sé fléttað inn í starf kirkjunnar á öllum sviðum hennar.
    Þá mun kirkjan stuðla að því að kynjasamþætting verði þáttur í endurmenntun þeirra sem fyrir kirkjuna starfa.

Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar.
Tímamörk: 2019-2023.

    b. Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi haldi úti virkri heimasíðu þar sem aðgengilegar eru upplýsingar um tölfræði og annað sem tengist jafnréttismálum.

Ábyrgð: Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúar.
Tímamörk: 2019-2023.

    c. Að handbók þjóðkirkjunnar verði rafræn til þess að mögulegt sé að uppfæra hana reglulega með tilliti til jafnréttis og málfars allra kynja.

Ábyrgð: Biskup, þjónustusvið og jafnréttisfulltrúar.
Tímamörk: 2019-2020.

    d. Í öllu efni sem kirkjan gefur út skal höfða til allra kynja og prestar og starfsfólk kirkjunnar sem koma að boðun og fræðslu skulu huga að ábyrgð sinni varðandi málfar     allra kynja. Yfirfara skal skráningarform, prestsþjónustubækur og önnur form og fræðsluefni kirkjunnar svo tekið verði mið af þriðja kyninu. Um leið er rétt að endurskoða     texta á heimasíðum og annarsstaðar með tilliti til þessa.

Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar og prófastar.
Tímamörk: 2019-2023.

3. Að festa kynjaða fjárlagagerð í sessi á öllum sviðum kirkjulegs starfs og innan stjórnsýslu kirkjunnar.

    a. Að jafnlaunavottun verði lokið í desember árið 2020.

Ábyrgð: Biskup og mannauðsstjóri.
Tímamörk: 2019-2020.

    b. Að verkefnastjórum fjármála þjóðkirkjunnar verði gert kleift að kynna sér og innleiða kynjaða fjárlagagerð fyrir árið 2021.

Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar og sviðstjóri fjármála.
Tímamörk: 2019-2021.

4. Að bæta stöðu eða auka möguleika kynjana ef á kyn hallar á ákveðnu sviði.

    a. Að finna leiðir að kosningafyrirkomulagi sem tryggi jafnan hlut kynjanna á kirkjuþingi og í kirkjuráði.

Ábyrgð: Biskup, kirkjuráð og kirkjuþing.
Tímamörk: 2019-2023.

    b. Að í Árbók kirkjunnar og á heimasíðu jafnréttisnefndar verði upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum kirkjunnar.

Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar, jafnréttisnefnd og þjónustusvið.
Tímamörk: 2019-2020.

    c. Að mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúar sendi reglulega áminningu um jafnréttismál til sóknarnefndarformanna.

Ábyrgð: Mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúar.
Tímamörk: 2019-2023.

    d. Mikilvægt er að upplýsa matsnefnd, kjörnefndir og sóknarnefndir um lagalega skyldu sína gagnvart jafnréttislögum sem og kærurétt til Jafnréttisstofu.

Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar og jafnréttisnefnd.
Tímamörk: 2019-2023.

5. Að stuðla að jafnri stöðu kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.

    a. Að setja kynjakvóta og raunhæf markmið og bæta aðgengi þess kyns sem á hallar að stjórnunar og áhrifastöðum.

Ábyrgð: Biskup, kirkjuráð og kirkjuþing.
Tímamörk: 2019-2023.

    b. Að allar launaðar stöður innan Þjóðkirkjunnar, bæði hjá kirkjustjórninni og söfnuðum, verði auglýstar og umsækjendur metnir samkvæmt fyrirliggjandi þarfagreiningu og     starfslýsingum.

Ábyrgð: Biskup, mannauðsstjóri og kirkjuþing.
Tímamörk: 2019-2021.

6. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs


    a. Að gera fólki sem starfar hjá kirkjunni kleift að samræma starfsskyldur sínar og fjölskylduábyrgð. Mikilvægt er að starfsfólk njóti sveigjanleika eins og kostur er s.s.     varðandi fyrirkomulag vinnu og vinnutíma, að eins miklu leiti og starf hvers og eins leyfir. Hvatt skal til þess að öll kyn nýti rétt sinn til fæðingarorlofs og leitast við að efla     fjölskylduábyrgð hvers og eins, s.s. með hvatningu til starfsmanna að þau skipti með sér fjarvistum frá vinnu vegna veikinda barna.

Ábyrgð: Vígslubiskupar, prófastar, formenn sóknarnefnda/prestar og mannauðsstjóri Biskupsstofu.
Tímamörk: 2019-2023.

    b. Að sóknarnefndir verði reglulega minntar á skyldu sína að aðstoða starfsfólk sókna við að útfæra störf sín svo þau samræmist betur fjölskyldulífi.
Ábyrgð: Jafnréttisfulltrúar
Tímamörk: Árlega, fyrir tímabilið 2019-2023.

    c. Að Biskupsstofa og kirkjuráð greini jafnréttisfulltrúum frá því árlega hvaða skref hafi verið stigin á árinu til að gera kirkjuna að fjölskylduvænni vinnustað. Takmarkast     skrefin ekki eingöngu við ný viðmið eða aukin sveigjanleika við framkvæmd starfa sem starfsfólki er veittur heldur einnig við fyrirlagningu starfsánægjukannana og     samantekta úr starfsmannaviðtölum hvað snertir starfslíðan starfsfólk.

Ábyrgð: Þjónustusvið Biskupsstofu, kirkjuráð og vígslubiskupar.
Tímamörk: 2019-2023.

7. Endurskoðun framkvæmdaráætlunar

Jafnréttisnefnd leggi mat á jafnréttisstefnuna og endurskoði framkvæmdaráætlun hennar reglulega.

    a. Fyrir 1.september 2023 skili nefndin tillögu að nýrri framkvæmdaráætlun til biskups og kirkjuráðs. Hún verði lögð fyrir kirkjuþing haustið 2023 og taki gildi 1.janúar 2024.

Ábyrgð: Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúar.
Tímamörk: 1. september 2023.

V. Niðurlag

Biskup Íslands ber ábyrgð á jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Biskup, vígslubiskupar, kirkjuráð, prófastar, vígðir þjónar kirkjunnar, sóknarnefndir og stofnanir kirkjunnar bera sameiginlega ábyrgð á að farið sé að jafnréttislögum og að jafnréttisstefnunni sé framfylgt, hver á sínu starfssvæði.

Á vegum kirkjunnar er starfandi teymi um meðferð kynferðisbrota, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, ofbeldis og eineltis. Teymið starfar samkvæmt starfsreglum kirkjuþings.