Biskup Íslands hefur skipað séra Sunnu Dóru Möller í embætti sóknarprests í Hjallaprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Átta umsækjendur sóttu um embættið, en umsóknarfrestur rann út 3. nóvember sl.
Biskup skipar í embættið í samræmi niðurstöðu kjörnefndar prestakallsins.