Samkirkjuleg bænavika

17. janúar 2018

Samkirkjuleg bænavika

Fólkið í kirkjunni er kallað til að biðja saman og í einrúmi þessa viku 18. – 25. janúar, til að biðja fyrir einingu kristinna manna með systrum og bræðrum í trúnni um víða veröld.

Efni bænaviku fyrir einingu kristninnar kemur að þessu sinni frá kirkjum í Karabíska hafinu. Saga kristninnar á því svæði inniheldur ákveðna þversögn. Annars vegar notuðu nýlenduherrarnir Biblíuna til að réttlæta undirokun upprunalegra íbúa landanna og þeirra sem voru flutt nauðug frá Afríku, Indlandi og Kína. Mörgum var útrýmt, fólk var hlekkjað og hneppt í þrældóm og þjáð undir ranglátum vinnuaðstæðum. Hins vegar varð Biblían uppspretta huggunar og frelsunar fyrir mörg þeirra sem þjáðust undir valdi nýlenduherranna.

Í dag er Biblían áfram uppspretta huggunar og frelsunar, hvati kristnu fólki á karabíska svæðinu til að takast á við þær aðstæður sem um þessar mundir gera lítið úr mannlegri reisn og lífsgæðum. Um leið og járnhlekkir þrælkunar falla af höndum okkar verður til nýtt band kærleika og samfélags í fjölskyldu mannkyns, band sem tjáir eininguna sem við biðjum um sem kristin samfélög.

Orðið er kristnum mönnum uppspretta trúar og vonar. Lestrarnir eru valdir með efni hvers dags í huga til að vekja til samkenndar og bæna fyrir söfnuðunum og fólki á karabíska svæðinu um leið að láta anda Guðs minna okkur á það annað sem neyðin kennir okkur að biðja fyrir. Þemasöngur vikunnar birtist hér í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar, efnið þýddi Hjalti Þorkelsson og Þorkell Örn Ólason og María Ágústsdóttir skrifaði inngang og þýddi efni fyrir sameiginlega guðsþjónustu. Efnið er allt aðgengilegt á vef Þjóðkirkjunnar á kirkjan.is og eything.com.

Samkirkjuleg_bænavika_dagskrá

Samkirkjuleg_bænavika_lestrar_fyrir_hvern_dag

Samkirkjuleg_bænavika_guðsþjónustuform

Sálmurinn  Þú réttir fram hönd - samkirkjuleg_bænavika_2018

Texti Patrick Prescod, íslenskur texti Guðmundur Guðmundsson
Lag eftir Noel Dexter frá Jamaika

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Messa

  • Fræðsla

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta