Framlagning kjörskrár

22. janúar 2018

Framlagning kjörskrár


Auglýsing um framlagningu kjörskrár, tilnefningu og kosningu

vígslubiskups í Skálholti

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur, í samræmi við starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017, samið kjörskrá vegna kjörs vígslubiskups í Skálholti. Á kjörskrá eru 936.

Á kjörskrá eru þeir sem uppfylltu skilyrði kosningarréttar þann 12. janúar 2018.

Sá sem telur sig eiga að vera á kjörskrá getur kannað á þar til gerðu vefsetri hvort nafn hans er á kjörskrá.

Við aðgang að vefsetrinu skal nota rafræn skilríki eða Íslykil Þjóðskrár Íslands, sjá vefslóðina https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/21 velja Kjörskrá.

Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en fimm sólarhringum áður en tilnefning hefst, eða í síðasta lagi kl. 12 sunnudaginn 28. janúar 2018. Unnt er að senda athugasemdir á netfangið kirkjan@kirkjan.is. Allar nánari upplýsingar veitir Hanna Sampsted í síma 528-4000.

Kjörstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Ákvörðun kjörstjórnar um leiðréttingu á kjörskrá má skjóta til yfirkjörstjórnar þjóðkirkjunnar. Skal niðurstaða yfirkjörstjórnar liggja fyrir eigi síðar en einum sólarhring áður en tilnefning hefst.

Vakin er athygli á því að samkvæmt nýjum starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa, nr. 333/2017 mun nú í fyrsta sinn fara fram forval (tilnefning) áður en kosning vígslubiskups fer fram. Rétt til tilnefningar hafa eingöngu þeir vígðu einstaklingar sem kosningarréttar njóta, skv. 4. gr., sbr. 3. gr. fyrrnefndra starfsreglna. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. starfsreglnanna.

Tilnefningin mun verða rafræn og standa frá kl. 12:00 hinn 2. febrúar 2018 og ljúka kl. 12:00 hinn 7. febrúar 2018.

Í 1. mgr. 13. gr. starfsreglna nr. 333/2017 segir:

Þeir þrír einstaklingar sem flestar tilnefningar fá, að teknu tilliti til 3. mgr., eru í kjöri til biskups Íslands eða vígslubiskups. Ef tveir eða fleiri fá sama fjölda tilnefninga skulu þeir báðir eða allir vera í kjöri. Séu tilnefndir færri einstaklingar en þrír eru þeir allir í kjöri að teknu tilliti til 3. mgr.

Ákveðið hefur verið að kosning til vígslubiskups í Skálholti fari fram dagana 9. mars til og með 21. mars 2018, en um er að ræða póstkosningu.

Almennar upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd tilnefninga og kosningu eru í starfsreglum nr. 333/2017, sem unnt er að nálgast á eftirfarandi vefslóð: Upplýsingar
Reykjavík, 19. janúar 2018

f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar

Hjördís Stefánsdóttir, formaður
  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Biskup

Leikskólabörn í Egilsstaðakirkju

Mikil ánægja með skólaheimsóknir á aðventunni um allt land

13. des. 2024
...bæði í kirkjum og skólum
Liljuhafar í Egilsstaðakirkju-sjá nöfn í frétt

Glaðir Liljuhafar

13. des. 2024
...á Héraði
Jólagleði salurinn.jpg - mynd

Einlæg vinátta verður til

12. des. 2024
...á jólagleði Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma