2. febrúar 2018
Vonir og væntingar nýs æskulýðssambands
.jpg?proc=NewsImage)
Eftir að fundur var settur flutti prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, ávarp þar sem hún fagnaði stofnun æskulýðssambandsins og þakkaði undirbúningshópnum fyrir hans starf, en í honum sátu sr. Arna Grétarsdóttir, Anrór Bjarki Blomsterberg, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson og sr. Stefán Már Gunnlaugsson. Þá var farið yfir stöðu æskulýðsmála í prófastsdæminu, en í öllum kirkjum er boðið upp á Sunnudagaskóla, starf fyrir börn á aldrinum 7-12 ára aldurs og er áberandi framboð kóra- og listastarfs. Margir söfnuðir eru með starf fyrir unglinga og/eða eiga samstarf við KFUM og KFUK um æskulýðsstarfið.
Lög félagsins voru lög fram og þau samþykkt með nokkrum breytingum og var félagið þá formlega stofnað. Í fyrstu stjórn sambandsins voru kosin: Arnór Bjarki Blomsterberg, Erla Björg Káradóttir, Guðjón Andri R. Reynisson, María Gunnarsdóttir og Óskar Birgissson. Varamenn eru: Sigurður Grétar Sigurðsson og Berglind Hönnudóttir. Á næst dögum hittist stjórnin og skiptir með sér verkum.
Í umræðum um vonir og væntingar til hins nýstofnaða sambands komu fram margar áhugaverðar hugmyndir sem stjórn sambandsins vinnur frekar úr og einnig vilji til aukinnar samvinnu. Mikil tækifæri felast í aukinni samvinnu, t.d. sameiginlegum viðburðum, mótum, námskeiðum og nánari samstarfi.
Nýrri stjórn er óskað velfarnaðar og ljóst er að framundan eru spennandi tímar í æskulýðsstarfinu innan Kjalarnessprófastsdæmi.