Umsóknir um embætti

26. febrúar 2018

Umsóknir um embætti

Embætti sóknarprests Patreksfjarðarprestakalls, Vestfjarðarprófastsdæmi var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út þann þann 19. febrúar sl.

Þrír umsækjendur sóttu um embættið, en þeir eru í stafrófsröð; cand. theol. Alfreð Örn Finnsson, cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson og mag. theol. Kristján Arason.

Biskup Íslands skipar í embættið frá 1. mars nk. til fimm ára. Umsóknir hljóta umfjöllun matsnefndar um hæfni til prestsembættis og að fenginni niðurstöðu hennar fjallar kjörnefnd prestakallsins um umsóknirnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli umsækjendanna og skipar biskup Íslands þann umsækjanda sem hlýtur löglega kosningu.
  • Auglýsing

  • Embætti

  • Frétt

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta