Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar

28. febrúar 2018

Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar

Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar: Hindranir og möguleikar
Mánudaginn 5. mars n.k. heldur dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar: Hindranir og möguleikar.

Í doktorsrannsókn á leiðtogaeinkennum íslenskra presta og áhrifum þeirra á gæði í safnaðarstarfi benda niðurstöður til þess að styrkja þurfi samskiptaferli innan Þjóðkirkjunnar. Hversu mikilvæg eru góð samskipti með tilliti til árangurs í söfnuði og góðrar ímyndar kirkjunnar? Í fyrirlestrinum verða niðurstöður mátaðar við stjórnunarkenningar um samskipti, ákvarðanatökur og menningu í fyrirtækjum. Þá verða birtar niðurstöður úr nýrri könnun meðal ungs fólks um birtingarmynd og ímynd Þjóðkirkjunnar.

Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen lauk BA-prófi og PhD-prófi frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og MA-prófi í mannauðsstjórnun frá Viðskiptafræðideild. Ásdís kennir stjórnun, aðferðafræði og miðlun fyrir útvarp. Ásdís er aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Málstofan er öllum opin.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Fundur

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...