Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar

28. febrúar 2018

Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar

Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar: Hindranir og möguleikar
Mánudaginn 5. mars n.k. heldur dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen fyrirlestur á málstofu í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Málstofan hefst kl. 11:40 og lýkur kl. 13.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Þjóðkirkja í nútíma skipulagi stjórnunar: Hindranir og möguleikar.

Í doktorsrannsókn á leiðtogaeinkennum íslenskra presta og áhrifum þeirra á gæði í safnaðarstarfi benda niðurstöður til þess að styrkja þurfi samskiptaferli innan Þjóðkirkjunnar. Hversu mikilvæg eru góð samskipti með tilliti til árangurs í söfnuði og góðrar ímyndar kirkjunnar? Í fyrirlestrinum verða niðurstöður mátaðar við stjórnunarkenningar um samskipti, ákvarðanatökur og menningu í fyrirtækjum. Þá verða birtar niðurstöður úr nýrri könnun meðal ungs fólks um birtingarmynd og ímynd Þjóðkirkjunnar.

Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen lauk BA-prófi og PhD-prófi frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og MA-prófi í mannauðsstjórnun frá Viðskiptafræðideild. Ásdís kennir stjórnun, aðferðafræði og miðlun fyrir útvarp. Ásdís er aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Málstofan er öllum opin.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Fundur

Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.
Screenshot 2025-04-29 at 08.48.53.png - mynd

Presta- og djáknastefna 2025 sett í Seltjarnarneskirkju

29. apr. 2025
Stefnan fer fram 28. - 30. apríl.
Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall