Úrskurðir í fimm málum

1. mars 2018

Úrskurðir í fimm málum

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur nú úrskurðað í fimm málum sem varða samskipti eins sóknarprests þjóðkirkjunnar við fimm einstaklinga sem starfa á vettvangi kirkjunnar og töldu hann hafa sýnt af sér óviðeigandi háttsemi. Úrskurðarnefnd kemst að þeirri niðurstöðu, að sóknarpresturinn hafi í tveimur málanna gerst sekur um siðferðisbrot samkvæmt 12. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Í þremur málum hafnar úrskurðarnefndin því hins vegar að háttsemi sóknarprestsins hafi falið í sér aga- eða siðferðisbrot. Lögum samkvæmt geta málsaðilar skotið máli sínu til áfrýjunarnefndar og skal það gert innan þriggja vikna sbr. 13. gr. framangreindra laga. Ekki er því ennþá ljóst hvort niðurstaða úrskurðarnefndar sé endanleg niðurstaða málsins. Úrskurðirnir eru aðgengilegir hér

  • Frétt

Vídalínskirkja

Kórahátíð og tónlistarmessa með fjölbreyttri efnisskrá.

08. feb. 2023
........á vegum Kjalarnesprófastsdæmis 11. febrúar
Sr. Aldís Rut Gísladóttir

Sr. Aldís Rut ráðin

06. feb. 2023
......við Hafnarfjarðarkirkju