Aftansöngur (evensong) í Háteigskirkju

9. mars 2018

Aftansöngur (evensong) í Háteigskirkju

Aftansöngur (evensong) í Háteigskirkju
Næstkomandi þriðjudagskvöld, 13. mars klukkan 20 býður Háteigskirkja til aftansöngs í kirkjunni. Aftansöngur (evensong) er guðsþjónustuform að enskri fyrirmynd þar sem kórsöngur, víxlsöngvar og lestrar skiptast á. Aftansöngurinn verður í umsjá Þorvaldar Arnar Davíðssonar, Steinars Loga Helgasonar, Kórs Háteigskirkju, séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Eiríks Jóhannssonar. Flutt verður tónlist sem tilheyrir föstutímanum og er eftir Poulenc, Messiaen, Jón Nordal, Jón Leifs, Þorvald Örn Davíðsson og Benjamin Britten. Enginn aðgangseyrir – allir hjartanlega velkomnir.
  • Auglýsing

  • Messa

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.