Kirkjuþingi 2017 lokið

11. mars 2018

Kirkjuþingi 2017 lokið

Kirkjuþingi 2017 lokið
Kirkjuþingi 2017 lauk í gær, laugardaginn 10. mars 2018. Þingið lauk afgreiðslu fjármála með því að álykta um ársreikning kirkjumálasjóðs 2016. Þá samþykkti kirkjuþingið ályktun um tvö frumvörp; annars vegar um frumvarp til þjóðkirkjulaga og hins vegar um frumvarp um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þingið samþykkti að nýtt Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ skuli að öllu leyti tilheyra Keflavíkursókn í stað þess að skiptast á milli þeirrar sóknar og Ytri-Njarðvíkursóknar. Kirkjuþing samþykkti söluheimild á tilteknum fasteignum í eigu kirkjumálasjóðs. Í lok þingsins var kosin uppstillingarnefnd vegna kjörs til kirkjuþings, skipuð níu fulltrúum, einum úr hverju prófastsdæmi. Þinginu var síðan slitið. Var þetta síðasta reglulega kirkjuþing á kjörtímabili núverandi kirkjuþingsfulltrúa. Kosið verður til nýs kirkjuþings í vor, til fjögurra ára. Samþykktir þingsins eru birtar á vefnum kirkjuthing.is

  • Frétt

  • Þing

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...